Samþykktir og gögn vegna umsóknar um endurgreiðslu vsk

Málsnúmer 2015120211

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1227. fundur - 06.04.2016

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri, gerðu grein fyrir athugasemdum embættis Tollstjóra vegna afgreiðslu umsókna Gjafasjóðs ÖA um endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Athugasemdirnar varða að augljós fjárhagsleg tengsl séu milli gefanda og þiggjanda þar sem Akureyrarbær ráði yfir báðum aðilum.

Framkvæmdastjóri ÖA reifaði hugmyndir um breytingar á samþykktum sjóðsins, til að verða við fyrrgreindum ábendingum.
Velferðarráð felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.

Velferðarráð - 1233. fundur - 15.06.2016

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar (ÖA) og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri kynntu athuganir sínar og tillögu að breytingum á samþykktum Gjafasjóðs ÖA í kjölfar athugasemda frá Tollstjóra vegna umsóknar um endurgreiðslu á virðisauka.
Málið tekið af dagskrá og frestað.

Velferðarráð - 1253. fundur - 24.05.2017

Greint var frá afgreiðslu og ábendingum Tollstjóra vegna afgreiðslu á erindum frá Gjafasjóði ÖA. Málið hefur áður verið á dagskrá velferðarráðs þann 6. apríl 2016 og 15. júní 2016. Samstarf hefur verið við embætti Tollstjóra um úrbætur á reglum Gjafasjóðsins sbr. ábendingar um fjárhagsleg tengsl gefanda og þiggjanda. Velferðarráð fer með málefni sjóðsins og rekstur ÖA.

Halldór S Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum og legga fram tillögu að breytingu á samþykktum Gjafasjóðs ÖA, fyrir næsta fund velferðarráðs.

Velferðarráð - 1254. fundur - 07.06.2017

Halldór S Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði fram tillögu að breytingum á samþykktum Gjafasjóðs ÖA í samræmi við afgreiðslu á 12. lið velferðarráðs á fundi þann 24. maí sl.

Markmið breytinga á reglum sjóðsins er að rjúfa fjárhagsleg tengsl gefanda og þiggjanda eins og bent hefur verið á.
Velferðarráð samþykkir tillögu að breytingum og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarstjórn - 3417. fundur - 20.06.2017

2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 7. júní 2017:

Halldór S Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lagði fram tillögu að breytingum á samþykktum Gjafasjóðs ÖA í samræmi við afgreiðslu á 12. lið velferðarráðs á fundi þann 24. maí sl. Markmið breytinga á reglum sjóðsins er að rjúfa fjárhagsleg tengsl gefanda og þiggjanda eins og bent hefur verið á.

Velferðarráð samþykkir tillögu að breytingum og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir Gjafasjóð Öldrunarheimila Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.