Húsaleigubætur

Málsnúmer 2016050279

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3508. fundur - 02.06.2016

Umræður um sérstakar húsaleigubætur.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að skoða breytingar á reglum um sérstakar húsaleigubætur í samræmi við umræður á fundinum.

Velferðarráð - 1233. fundur - 15.06.2016

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi mættu á fund ráðsins og gerðu grein fyrir áhrifum nýlegra breytinga á reglur um sérstakar húsaleigubætur.
Velferðarráð leggur til að reglurnar verði óbreyttar en að skerðingarhlutfall vegna tekna verði 0,67% í stað 1,35% og vísar málinu í bæjarráð til lokaafgreiðslu.

Bæjarráð - 3511. fundur - 23.06.2016

1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 15. júní 2016:

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi mættu á fund ráðsins og gerðu grein fyrir áhrifum nýlegra breytinga á reglum um sérstakar húsaleigubætur.

Velferðarráð leggur til að reglurnar verði óbreyttar en að skerðingarhlutfall vegna tekna verði 0,67% í stað 1,35% og vísar málinu í bæjarráð til lokaafgreiðslu.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að draga til baka þær breytingar sem snúa að tekjuviðmiðum í reglum um sérstakar húsaleigubætur, sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar 15. mars sl. Er fjármálastjóra falið að ganga frá breytingum á reglunum og leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar.