Búsetudeild - sumardvalir fatlaðs fólks

Málsnúmer 2016060025

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1233. fundur - 15.06.2016

Sigríður Huld Jónsdóttir kynnti leiðbeinandi reglur vegna orlofsdvala fatlaðra en félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði starfshóp 8. febrúar sl. til að fara yfir orlofsmál fatlaðs fólks. Verkefni hópsins var m.a. að kanna möguleika á að setja sérstakar reglur um þá þjónustu sem þessi hópur fær í dag. Ráðherra samþykkti leiðbeiningar vegna sumardvalar fatlaðs fólks sem fylgdu með sem fylgiskjal á fundinum ásamt viðbrögðum ýmissa hlutaðeigendi.
Velferðarráð fór yfir leiðbeinandi reglur frá velferðarráðuneytinu um sumardvalir fyrir fatlað fólk. Ráðið fór einnig yfir athugasemdir sem komu frá þjónusturáði málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi og tekur undir þær athugasemdir sem þar koma fram. Starfsmönnum í félagsþjónustu var falið að senda sambærilegar athugasemdir til ráðuneytis.