Sjúkrahúsið á Akureyri - þjónusta öldrunarlækna

Málsnúmer 2013120021

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1181. fundur - 12.03.2014

Lagt fram til kynningar bréf frá Sjúkrahúsinu á Akureyri dags. 28. febrúar 2014 þar sem óskað er endurskoðunar á samningi um þjónustu sérfræðilækna og vaktlækna við ÖA. Framkvæmdastjóri ÖA reifaði stöðu viðræðna við SAk um endurskoðun samningsins.

Félagsmálaráð - 1182. fundur - 26.03.2014

Framkvæmdastjóri ÖA kynnti stöðu mála varðandi endurskoðun á samningi um þjónustu sérfræðilækna og vaktlækna við ÖA.
Gerð grein fyrir stöðunni í samningaviðræðum SAk og ÖA.

Félagsmálaráð - 1184. fundur - 23.04.2014

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdstjóri ÖA gerði grein fyrir viðræðum og drögum að endurnýjuðum samningi við Sjúkrahúsið á Akureyri, um þjónustu lækna við ÖA. Fram kom að samningsgreiðslur muni hækka (um ca. 2,3 milljónir króna á ári) og gera þurfi ráð fyrir að gildandi fjárhagsáætlun ársins 2014 raskist sem því nemur.

Félagsmálaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3412. fundur - 08.05.2014

2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 23. apríl 2014:
Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdstjóri ÖA gerði grein fyrir viðræðum og drögum að endurnýjuðum samningi við Sjúkrahúsið á Akureyri, um þjónustu lækna við ÖA. Fram kom að samningsgreiðslur muni hækka (um ca. 2,3 milljónir króna á ári) og gera þurfi ráð fyrir að gildandi fjárhagsáætlun ársins 2014 raskist sem því nemur.
Félagsmálaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

Félagsmálaráð - 1190. fundur - 03.09.2014

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar greindi frá endurskoðuðum samningi um þjónustu öldrunarlækna sem gildir frá 1. september 2014.
Lagt fram til kynningar.

Velferðarráð - 1210. fundur - 03.06.2015

Framkvæmdastjóri ÖA Halldór Sigurður Guðmundsson gerði grein fyrir samráðsfundi með fulltrúum Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og erindi sem sent hefur verið til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) í kjölfar samráðsfundarins þar sem leitað er eftir samstarfi ÖA, SAk og HSN.

Velferðarráð - 1212. fundur - 26.08.2015

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA gerði grein fyrir vinnu við framlengingu þjónustusamnings við SAk um læknisþjónustu.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

Velferðarráð - 1216. fundur - 07.10.2015

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA skýrði frá framlengingu á samningi ÖA við SAk um læknisþjónustu dagsett 27. ágúst 2015. Samningurinn gildir til eins árs eða til 31. ágúst 2016.

Velferðarráð - 1233. fundur - 15.06.2016

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar gerði grein fyrir samráðsfundi sem haldinn var 23. maí 2016 með fulltrúum Sjúkrahússins á Akureyri samkvæmt samningi um þjónustu öldrunarlækna. Fyrir liggur að núverandi samningur verði framlengdur.

Velferðarráð - 1237. fundur - 05.10.2016

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, lagði fram til kynningar samning milli ÖA og Sjúkrahússins á Akureyri um læknisþjónustu. Í samningnum er fyrri samningur aðila frá 1. september 2014 framlengdur til þriggja ára.

Velferðarráð - 1315. fundur - 22.01.2020

Helga Guðrún Erlingsdóttir framkvæmdastjóri ÖA kynnti samning SAk og ÖA um læknaþjónustu.