Skipulagsráð

424. fundur 29. maí 2024 kl. 08:15 - 11:39 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Heimir Örn Árnason
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • Einar Sigþórsson fundarritari
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista sat fundinn í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.
Heimir Örn Árnason D-lista sat fundinn í forföllum Þórhalls Jónssonar.

1.Gleráreyrar 6-8 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2024040964Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar til samræmis við bókun skipulagsráðs 24. apríl 2024. Í breytingunni felst að svæði sem afmarkast af Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg breytist í miðsvæði með heimild fyrir 100-150 íbúðir.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Strandgata 11B - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022100324Vakta málsnúmer

Á 420. fundi skipulagsráðs þann 27. mars 2024 heimilaði skipulagsráð umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á skipulagi fyrir Strandgötu 11B.

Drög að uppdrætti liggja nú fyrir.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt og auglýst skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Sporatún 8 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024050505Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. maí 2024 þar sem að Haraldur Sigmar Árnason fh. Brúsa ehf. óskar eftir dsk.breytingu þar sem að byggingarreitur við Sporatún verði lengdur um 3,4 metra til vesturs svo að hægt sé að byggja sólskála við húsið.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Sporatúni 6, 10 og 12 ásamt lóðarhöfum Sómatúni 3.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

4.Seljahlíð 9e - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024050566Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. maí 2024 þar sem að Vigfús Þorsteinn Jóhannesson óskar eftir að skipulagsráð samþykki að grenndarkynna áform um byggingu sólskála og skjólveggja á lóðamörkum.
Skipulagsráð samþykkir byggingaráformin. Grenndarkynnt skal fyrir Seljahlíð 7. Til að hægt sé að grenndarkynna fyrir Seljahlíð 7 þarf samþykki allra lóðarhafa Seljahlíðar 9 að liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

5.Kjarnagata 2 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2024050718Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2024 þar sem að Björn Guðbrandsson fh. Haga hf. sækir um óverulega deiliskipulagsbreytingu.

Breytingin felur í sér að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir. Afmörkuð er sér lóð fyrir eldsneytisafgreiðslu. Kvöð er um aðkomu að lóð eldsneytisafgreiðslu frá lóð Kjarnagötu 2.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda.

6.Lyngmói 1-3-5 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024051300Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2024 þar sem að Haraldur Sigmar Árnason fh. Trétaks hf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Móahverfis sem nær til lóðarinnar Lyngmói 1-5. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja á bilinu 30-35 íbúðir á lóðinni en óskað er eftir að þær verði 38.

Meirihluti skipulagsráðs hafnar erindinu og telur ekki nægilegar forsendur fyrir því að fjölga íbúðum miðað við fyrirliggjandi gögn.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Sif Jóhannesar Ástudóttir greiðir atkvæði á móti.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað eftirfarandi:

Þykir miður að ekki sé tekið jákvætt í þetta erindi eða beðið um frekari gögn. Hér er verið að biðja um óverulega breytingu á skipulagi og ekki stækkun á byggingarreit heldur litla fjölgun á íbúðum sem flokkast þá undir skilmála hlutdeildarlána, sem er jákvætt fyrir húsnæðismarkaðinn og ungt fólk sem er að reyna að komast inn á húsnæðismarkaðinn.

7.Langimói 9 og 11 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024051297Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2024 þar sem að Haraldur Sigmar Árnason fh. Trétaks hf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi Móahverfis sem nær til lóðarinnar Langamói 9-11. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að hámarksfjölda íbúða verði fjölgað úr 6 í 7 í hvoru húsi fyrir sig.
Meirihluti skipulagsráðs hafnar erindinu og telur ekki nægilegar forsendur fyrir því að fjölga íbúðum miðað við fyrirliggjandi gögn.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Sif Jóhannesar Ástudóttir greiðir atkvæði á móti.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað eftirfarandi:

Þykir miður að ekki sé tekið jákvætt í þetta erindi eða beðið um frekari gögn. Hér er verið að biðja um óverulega breytingu á skipulagi og ekki stækkun á byggingarreit heldur litla fjölgun á íbúðum sem flokkast þá undir skilmála hlutdeildarlána, sem er jákvætt fyrir húsnæðismarkaðinn og ungt fólk sem er að reyna að komast inn á húsnæðismarkaðinn.

8.Hrísmói 1-9 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024050684Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2024 þar sem að Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fh. Kötlu byggingarfélags, óskar eftir að fá að víkja frá skilmálum gildandi deiliskipulags varðandi hámarksstærð íbúða upp á 150 m². Óskað er eftir að tvær íbúðir fái að vera 5,5 m² stærri. Heildarstærð raðhúss er innan heimildar deiliskipulags.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við erindið. Að mati ráðsins er um svo óverulegt frávik að ræða með vísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista vék af fundi kl. 09:56

9.Fálkafell - skátaskáli - umsókn um enduruppbyggingu

Málsnúmer 2024031109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2024 lagt fram að nýju þar sem Kári Magnússon fh. Skátafélagsins Klakks óskar eftir því að fá að rífa gamla skátaskálann og byggja hann upp að nýju með nýrri botnplötu en að sömu stærð að grunnfleti. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 27. mars 2024 og var afgreiðslu þá frestað. Nú er málið lagt fyrir að nýju ásamt þinglýstum lóðarsamningi frá 1936.
Skipulagsráð samþykkir enduruppbygginguna með þeim skilyrðum að lóðarsamningi verði breytt á þá vegu að kvöð verði sett á um að Akureyrarbær fái forkaupsrétt á eigninni ætli skátafélagið sér að selja eignina.

10.Hjalteyrargata 20 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024051106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. maí 2024 þar sem Kári Magnússon fh. Slippsins Akureyri ehf. sækir um að breyta notkun á húsnæði úr skrifstofum í íbúðir.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar málinu aftur til byggingarfulltrúa.

11.Byggðavegur 115 - ósk um lóðarstækkun

Málsnúmer 2024050689Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2024 þar sem að Bjarki Ásbjarnarson óskar eftir lóðarstækkun við Byggðarveg 115.

Óskað er eftir að stækka lóð 147249 með því að færa lóðarmörk til vesturs. Færslan sem við óskum eftir er annaðhvort A: 5m til vesturs B: að eystri lóðarmörkum lóðar 148669. Lóðin er mjög rök og ekkert dreni til staðar við fasteign. Við erum þegar búin að rífa sólpall og garðskúr sem fyrir var svo hægt sé að drena meðfram fasteign. Við fyrirhugum svo að byggja nýjan sólpall og stærri (15fm) garðskúr, sjá viðhengi.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

12.Háilundur 11 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2024050923Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2024 þar sem að Aníta Einarsdóttir óskar eftir breyttri notkun á hluta íbúðarhúsnæðis við Háalund 11.

Hugmyndin er að breyta núverandi þvottahúsi í hundasnyrtistofu.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Háalundi 9, 10 og 12.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Krossanes / Krossanesbraut - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2024051004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2024 þar sem að Helgi Már Pálsson fh. Norðurorku ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir nýja hituveitulögn frá gatnamótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar að verksmiðju TDK.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

14.Úrbætur á biðstöðvum - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2024051362Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 24. maí 2024 þar sem Jónas Valdimarsson, fh. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, sækir um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við biðstöðvar SVA á eftirfarandi stöðum:

A- Merkigil v/Urðargil

B- Merkigil v/Kiðagil

C- Smárahlíð v/Skarðshlíð

D- Skarðshlíð v/Þór

E- Mýrarvegur v/Hringteig

F- Kjarnagata v/Naustaskóla

G- Naustabraut v/Davíðshaga

H- Wilhelmínugata v/Nonnahaga
Skipulagsráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir öllum tilgreindum framkvæmdum. Forsenda leyfisveitingar fyrir staði B og E er að gerð verði breyting á deiliskipulagi. Að mati ráðsins eru þær breytingar óverulegar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og eru hér samþykktar með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir lóðarhöfum lóða sem liggja upp að framkvæmdasvæði. Þá er forsenda leyfisveitingar á svæði C að framkvæmdaleyfið verði grenndarkynnt fyrir íbúum Steinahlíðar 1f - 1j.

15.Minni framkvæmdir í bæjarlandinu - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2024051370Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 24. maí 2024 þar sem Jónas Valdimarsson, fh. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, sækir um framkvæmdaleyfi vegna ýmissa minni framkvæmda í bæjarlandinu á eftirfarandi stöðum sem aðallega varða gerð nýrra gangbrauta og gangstíga:

A- Austursíða

B- Bæjarsíða

C- Furuvellir

D- Gránufélagsgata

E- Laufásgata

F- Davíðshagi

G- Valagil

H- Krossanesbraut

I- Skógarlundur
Skipulagsráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir öllum tilgreindum framkvæmdum. Forsenda leyfisveitingar fyrir staði A og E er að gerð verði breyting á deiliskipulagi. Að mati ráðsins eru þær breytingar óverulegar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og eru hér samþykktar með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir lóðarhöfum lóða sem liggja upp að framkvæmdasvæði.

Stígur sem tengir Vesturgil og Valagil þarf að grenndarkynna fyrir lóðarhafa Valagils 20.

16.Myndlistarfélag Akureyrar - ósk um rými fyrir skapandi greinar í skipulagi miðbæjarins

Málsnúmer 2024050656Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2024 þar sem að Brynhildur Kristinsdóttir fh. Myndlistarfélags Akureyrar óskar eftir því að vinnustofur fyrir skapandi greinar verði hugsaðar inn í miðbæjarskipulag Akureyrar.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að skoða málið í samvinnu við starfsmenn atvinnu- og menningarmála á þjónustu- og skipulagssviði Akureyrarbæjar.

17.Gránufélagsgata 22-24

Málsnúmer 2024020416Vakta málsnúmer

Auglýst var eftir tilboði í byggingarrétt lóðanna Gránufélagsgötu 22 og 24 með auglýsingu sem birtist 27. mars 2024. Eitt tilboð barst í hvora lóð fyrir sig. Nú liggur fyrir að sá sem lagði inn tilboð í lóð Gránufélagsgötu 22 hefur ákveðið að falla frá tilboðinu og fellur hún því til baka til bæjarins.
Skipulagsráð samþykkir að auglýsa lóðina lausa til umsóknar með hefðbundnum skilmálum án byggingarréttargjalds. Hlutkesti mun ráða hvaða umsækjandi fær lóðina séu þeir fleiri en einn.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

18.Höfðahlíð 2 - framkvæmdafrestur

Málsnúmer 2022050511Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Björns Þórs Guðmundssonar, fh. BF Bygginga hf., þar sem óskað er að framkvæmdafrestur á lóð Höfðahlíðar 2 verði framlengdur út júlí n.k.
Skipulagsráð samþykkir erindið og veitir BF Byggingum hf. framlengingu á framkvæmdafresti út júli 2024.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

19.Rekstrarleyfisskyld gististarfsemi - breyting á lögum

Málsnúmer 2024051288Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar breyting á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 sem felur í sér að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi innan þéttbýlis skal vera í samþykktu atvinnuhúsnæði. Einnig að á aðaluppdráttum sé tilgreint að húsnæði tilheyri notkunarflokki 4 samkvæmt byggingarreglugerð.

20.Tímabundnar uppbyggingarheimildir - breyting á skipulagslögum

Málsnúmer 2024051289Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar breyting á skipulagslögum nr. 123/2010 sem felur í sér að "Hafi framkvæmdir við uppbyggingu á svæði sem er skipulagt sem íbúðarbyggð eða svæði þar sem íbúðarbyggð er heimiluð ekki hafist innan fimm ára frá birtingu samþykkts deiliskipulags skal sveitarstjórn, áður en ákvörðun er tekin um samþykkt byggingaráforma, meta hvort þörf er á að skipulagið verði endurskoðað í heild eða að hluta."
Skipulagsráð tekur jákvætt í framlagða breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 en bendir jafnframt á að breytingin ætti að ná til allra uppbyggingarsvæða og ekki einungis til svæða þar sem íbúðarbyggð er heimiluð. Allir uppbyggingarreitir ættu að lúta sömu reglum til að sporna við lóðabraski og framkvæmdaleysi lóðarhafa almennt.

21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 966. fundar, dagsett 10. maí 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 967. fundar, dagsett 17. maí 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:39.