Háilundur 11 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2024050923

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 424. fundur - 29.05.2024

Erindi dagsett 16. maí 2024 þar sem að Aníta Einarsdóttir óskar eftir breyttri notkun á hluta íbúðarhúsnæðis við Háalund 11.

Hugmyndin er að breyta núverandi þvottahúsi í hundasnyrtistofu.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Háalundi 9, 10 og 12.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.