Seljahlíð 9e - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024050566

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 424. fundur - 29.05.2024

Erindi dagsett 10. maí 2024 þar sem að Vigfús Þorsteinn Jóhannesson óskar eftir að skipulagsráð samþykki að grenndarkynna áform um byggingu sólskála og skjólveggja á lóðamörkum.
Skipulagsráð samþykkir byggingaráformin. Grenndarkynnt skal fyrir Seljahlíð 7. Til að hægt sé að grenndarkynna fyrir Seljahlíð 7 þarf samþykki allra lóðarhafa Seljahlíðar 9 að liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.