Hrísmói 1-9 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024050684

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 424. fundur - 29.05.2024

Erindi dagsett 13. maí 2024 þar sem að Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fh. Kötlu byggingarfélags, óskar eftir að fá að víkja frá skilmálum gildandi deiliskipulags varðandi hámarksstærð íbúða upp á 150 m². Óskað er eftir að tvær íbúðir fái að vera 5,5 m² stærri. Heildarstærð raðhúss er innan heimildar deiliskipulags.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við erindið. Að mati ráðsins er um svo óverulegt frávik að ræða með vísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista vék af fundi kl. 09:56