Tímabundnar uppbyggingarheimildir - breyting á skipulagslögum

Málsnúmer 2024051289

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 424. fundur - 29.05.2024

Lögð fram til kynningar breyting á skipulagslögum nr. 123/2010 sem felur í sér að "Hafi framkvæmdir við uppbyggingu á svæði sem er skipulagt sem íbúðarbyggð eða svæði þar sem íbúðarbyggð er heimiluð ekki hafist innan fimm ára frá birtingu samþykkts deiliskipulags skal sveitarstjórn, áður en ákvörðun er tekin um samþykkt byggingaráforma, meta hvort þörf er á að skipulagið verði endurskoðað í heild eða að hluta."
Skipulagsráð tekur jákvætt í framlagða breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 en bendir jafnframt á að breytingin ætti að ná til allra uppbyggingarsvæða og ekki einungis til svæða þar sem íbúðarbyggð er heimiluð. Allir uppbyggingarreitir ættu að lúta sömu reglum til að sporna við lóðabraski og framkvæmdaleysi lóðarhafa almennt.