Sporatún 8 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2024050505

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 424. fundur - 29.05.2024

Erindi dagsett 10. maí 2024 þar sem að Haraldur Sigmar Árnason fh. Brúsa ehf. óskar eftir dsk.breytingu þar sem að byggingarreitur við Sporatún verði lengdur um 3,4 metra til vesturs svo að hægt sé að byggja sólskála við húsið.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Sporatúni 6, 10 og 12 ásamt lóðarhöfum Sómatúni 3.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.