Byggðavegur 115 - ósk um lóðarstækkun

Málsnúmer 2024050689

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 424. fundur - 29.05.2024

Erindi dagsett 13. maí 2024 þar sem að Bjarki Ásbjarnarson óskar eftir lóðarstækkun við Byggðarveg 115.

Óskað er eftir að stækka lóð 147249 með því að færa lóðarmörk til vesturs. Færslan sem við óskum eftir er annaðhvort A: 5m til vesturs B: að eystri lóðarmörkum lóðar 148669. Lóðin er mjög rök og ekkert dreni til staðar við fasteign. Við erum þegar búin að rífa sólpall og garðskúr sem fyrir var svo hægt sé að drena meðfram fasteign. Við fyrirhugum svo að byggja nýjan sólpall og stærri (15fm) garðskúr, sjá viðhengi.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.