Gránufélagsgata 22-24 - sala á byggingarrétti

Málsnúmer 2024020416

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 417. fundur - 14.02.2024

Nýtt deiliskipulag fyrir Gránufélagsgötu 22-24 var samþykkt í B-deild Stjórnartíðinda 16. janúar sl. og er mæliblað fyrir lóðirnar jafnframt tilbúið.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðirnar verði auglýstar með útboði til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála, með fyrirvara um breytingar til samræmis við umræður á fundi.

Bæjarráð - 3839. fundur - 22.02.2024

Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. febrúar 2024:

Nýtt deiliskipulag fyrir Gránufélagsgötu 22-24 var samþykkt í B-deild Stjórnartíðinda 16. janúar sl. og er mæliblað fyrir lóðirnar jafnframt tilbúið.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lóðirnar verði auglýstar með útboði til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála, með fyrirvara um breytingar til samræmis við umræður á fundi.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista lagði fram eftirfarandi tillögu:

Í ljósi þess að lengi hefur verið talað fyrir uppbyggingu á Oddeyrinni þá verði ekki strax hafin gjaldtaka á byggingaréttagjöldum þar, sem hvati til uppbyggingar.

Greidd atkvæði um tillögu Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur og var hún felld með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði Sunnu Hlínar.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að lóðirnar Gránufélagsgata 22 og 24 verði boðnar út í samræmi við framlagða skilmála.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá.