Gleráreyrar 6-8 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2024040964

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 422. fundur - 24.04.2024

Ingólfur Freyr Guðmundsson og Andrea Sif Hilmarsdóttir frá Kollgátu kynntu, f.h. Eikar fasteignafélags, hugmyndir að uppbyggingu á lóðum 2-8 við Gleráreyrar og svæðis vestan þeirra. Fela þessar hugmyndir bæði í sér breytingu á aðal- og deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við aðalskipulagsbreytingu í samræmi við erindið.

Skipulagsráð - 424. fundur - 29.05.2024

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar til samræmis við bókun skipulagsráðs 24. apríl 2024. Í breytingunni felst að svæði sem afmarkast af Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg breytist í miðsvæði með heimild fyrir 100-150 íbúðir.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3547. fundur - 04.06.2024

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 29. maí 2024:

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar til samræmis við bókun skipulagsráðs 24. apríl 2024. Í breytingunni felst að svæði sem afmarkast af Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg breytist í miðsvæði með heimild fyrir 100-150 íbúðir.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða skipulagslýsingu með 11 samhljóða atkvæðum og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 427. fundur - 10.07.2024

Auglýsingu á skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu við Gleráreyrar lauk 4. júlí sl. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Norðurorku og Minjastofnun Íslands auk þess sem ein athugasemd barst.


Drög að vinnslutillögu breytingar á aðalskipulagi eru lögð fram.

Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeirri breytingu að bæta við afmörkun jöfnunarstöðvar fyrir strætó norðan Borgarbrautar og aðlaga útivistarstíg að færslu brúar yfir Glerá og einnig að heimild verði fyrir fjölgun íbúða á skipulagssvæðinu. Skipulagsráð leggur til við skipulagsfulltrúa að beðið verði með auglýsingu á drögum fram yfir verslunarmannahelgi til að auglýsingin nái til sem flestra.

Skipulagsráð - 428. fundur - 14.08.2024

Lögð fram drög að breytingu á deiliskipulagi verksmiðjusvæðis á Gleráreyrum sem nær til lóða við Gleráreyrar 2-8 auk hluta af bílastæði sunnan við Glerártorg. Er breytingin til samræmis við tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið sem er nú í vinnslu. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir byggingu 5 fjölbýlishúsa á 6-9 hæðum fyrir allt að 120 íbúðir auk endurskipulagningar á bílastæðum við Glerártorg. Er miðað við að það verði atvinnustarfsemi á 1-2 hæð húsa en íbúðir á efri hæðum.
Skipulagsráð samþykkir að fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða kynningu á breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, með fyrirvara um minniháttar lagfæringar í samráði við skipulagsfulltrúa. Þarf sérstaklega að huga að umbótum á aðgengi gangandi og hjólandi um lóð Glerártorgs.

Skipulagsráð - 431. fundur - 25.09.2024

Kynningu aðalskipulagstillögu á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið og bárust hvorki athugasemdir né umsagnir við tillöguna á auglýsingatímanum. Í breytingunni felst að á svæði sem afmarkast af götunum, Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg er landnotkun breytt í miðsvæði þar sem auk uppbyggingar verslunar- og þjónustu verður heimilt að byggja allt að 250 íbúðir. Þá er einnig gert ráð fyrir jöfnunarstöð strætó á svæði milli Borgarbrautar og Glerár á um 0,2 ha svæði.

Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 436. fundur - 11.12.2024

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem nær til svæðis sem afmarkast af götunum Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg. Í breytingunni felst að landnotkun svæðisins breytist í miðsvæði þar sem auk uppbyggingar verslunar- og þjónustu verði heimilt að byggja allt að 250 íbúðir. Þá er einnig gert ráð fyrir jöfnunarstöð strætó á svæði milli Borgarbrautar og Glerár á um 0,2 ha svæði.


Engar athugasemdir eða umsagnir bárust á kynningartíma vinnslutillögu.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 437. fundur - 15.01.2025

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem nær til svæðis sem afmarkast af götunum Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg. Í breytingunni felst að landnotkun svæðisins breytist í miðsvæði þar sem auk uppbyggingar verslunar- og þjónustu verði heimilt að byggja allt að 250 íbúðir. Þá er einnig gert ráð fyrir jöfnunarstöð strætó á svæði milli Borgarbrautar og Glerár á um 0,2 ha svæði og lega stofnstígar breytist. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust á kynningartíma vinnslutillögu.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3556. fundur - 21.01.2025

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. janúar 2025:

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem nær til svæðis sem afmarkast af götunum Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg. Í breytingunni felst að landnotkun svæðisins breytist í miðsvæði þar sem auk uppbyggingar verslunar- og þjónustu verði heimilt að byggja allt að 250 íbúðir. Þá er einnig gert ráð fyrir jöfnunarstöð strætó á svæði milli Borgarbrautar og Glerár á um 0,2 ha svæði og lega stofnstíga breytist. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust á kynningartíma vinnslutillögu.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Andri Teitsson kynnti.

Til máls tóku Ásrún Ýr Gestsdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.


Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu með átta atkvæðum og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá og óska bókað:

Erum samþykk þeim breytingum sem koma fram í þessari aðalskipulagsbreytingu en sitjum hjá vegna ótímabærrar ákvörðunar um staðsetningu jöfnunarstöðvar Strætisvagna Akureyrar á bakka Glerár.