Skipulagsráð

420. fundur 27. mars 2024 kl. 08:15 - 11:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • Einar Sigþórsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá

1.Smáhýsabyggð - umræða um staðsetningu

Málsnúmer 2023100882Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 25. október 2023 var tekið fyrir erindi Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem óskað var eftir að kannað yrði hvaða svæði komi til greina til uppbyggingar húsnæðisúrræða fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda.

Eru nú lagðar fram tillögur að tveimur svæðum þar sem mögulegt verði að koma fyrir litlum húsum í þessum tilgangi, með þeim möguleika að hægt verði að flytja þau síðar ef aðstæður breytast.
Skipulagsráð tekur vel í tillögurnar og samþykkir að gert verði ráð fyrir að minnsta kosti tveimur svæðum fyrir smáhýsi í vinnu við endurskoðun aðalskipulags sem nú er í gangi.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

2.Leikskólalóð sunnan Naustagötu - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2024031135Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis sem felur í sér að afmörkuð er 9.328 fm leikskólalóð þar sem nú er bæjartorfan Naust II. Er gert ráð fyrir að á lóðinni verði heimilt að byggja um 2.000 fm leikskóla á allt að 2 hæðum. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar dagsett 21. mars 2024 þar sem ekki er gerð athugasemd við niðurrif núverandi húsa, með fyrirvörum um skoðun fornleifafræðings áður en farið verður að grafa á svæðinu.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna skipulagsdrögin skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða kynningu á vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar fyrir sama svæði. Er samþykktin með fyrirvara um að gerðar verði breytingar á aðkomu að lóðinni og útfærslu bílastæða að austanverðu.


Skipulagsráð samþykkir jafnframt að hafin verði vinna við niðurrif núverandi bygginga í samræmi við skilmála Minjastofnunar.


Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

3.Fálkafell - skátaskáli - umsókn um enduruppbyggingu

Málsnúmer 2024031109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2024 þar sem að Kári Magnússon f.h. Skátafélagsins Klakks óskar eftir því að fá að rífa gamla skátaskálann og byggja hann upp að nýju með nýrri botnplötu en að sömu stærð að grunnfleti.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur formanni skipulagsráðs og skipulagsfulltrúa að funda með umsækjanda um málið.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

4.Borholuhús kaldavatnsveitu í Hrísey - stofnun lóðar

Málsnúmer 2024030492Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að afmörkun lóðar fyrir borholuhús kaldavatnsveitu við Ystabæjarveg í Hrísey.
Skipulagsráð samþykkir stofnun lóðar til samræmis við fyrirliggjandi tillögu að afmörkun.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

5.Strandgata 11B - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022100324Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2024 þar sem að Rögnvaldur Harðarson f.h. Akurbergs óskar eftir því að umsókn um deiliskipulagsbreytingu verði tekin fyrir aftur. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 7. febrúar 2024 þar sem fyrirhugaðar breytingar á húsinu eru heimilaðar.
Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

6.Sjafnarnes - breyting á skilmálum deiliskipulags

Málsnúmer 2023072695Vakta málsnúmer

Uppfærsla á skilmálum fyrir Krossaneshaga B áfanga. Breytingin var grenndarkynnt frá 21. nóvember 2023 til og með 21. desember 2023.

Ein athugasemd barst frá Stefáni E. Stefánssyni f.h. íslenska gámafélagsins.
Skipulagsráð samþykkir drög að svörum við innkomnum athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að sjá um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Bílastæðavasar meðfram Þórunnarstræti - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2024031162Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 21. mars 2024 um framkvæmdaleyfi fyrir bílastæði fyrir rútur meðfram Þórunnarstræti, rétt við Lystigarðinn. Einnig er gert ráð fyrir gerð göngustígs frá Þórunnarstræti og inn í Lystigarðinn.
Að mati skipulagsráðs er tillagan í samræmi við gildandi deiliskipulag og samþykkir ráðið að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi til samræmis við erindið.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

8.Tilboð - Miðholt 1 - 9 - auglýsing lóða

Málsnúmer 2024030667Vakta málsnúmer

Fjölbýlishúsalóðir við Miðholt voru auglýstar lausar til úthlutunar 11. mars sl. með umsóknarfresti til 2. febrúar. Ein umsókn barst um lóðirnar, frá BB Byggingum ehf., og er sótt um með fyrirvara um að heimilt verði að breyta skipulagi með þeim hætti að heimilt verði að byggja 3ja hæða fjölbýlishús auk kjallara. Meðfylgjandi er skýringarmynd sem sýnir mögulegt skuggavarp af 3ja hæða húsum samanborið við 2ja hæða hús.
Skipulagsráð samþykkir að veita lóðinni til umsækjanda og er skipulagsfulltrúa falið að hefja viðræður um skipulagsbreytingarnar.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

9.Starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs 2022 - 2025

Málsnúmer 2022020303Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð starfsáætlun skipulags- og byggingarmála 2024.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað eftirfarandi:

Ef það eru ekki lengur áform um uppbyggingu fjölbýlishúsa í Tónatröð í þeirri mynd sem samþykkt var að auglýsa í febrúar 2023, en ekki verið gert, þá tel ég hreinlegast að taka það verkefni af starfsáætlun og bóka niðurstöðuna svo bæði verktaki og íbúar á svæðinu verði upplýstir um stöðu mála. Í framhaldinu verði sett á starfsáætlun að endurskoða skipulagið með uppbyggingu lítilla fjölbýlishúsa í huga.


Þórhallur Jónsson D-Lista óskar bókað eftirfarandi:

Ég tel að leggja eigi áherslu á að ná samkomulagi við uppbyggingaraðila Tónatraðar sem fyrst. Uppbygging í þeim dúr sem hann hefur kynnt er að mínu mati mjög áhugaverð og verður eflaust mjög eftirsótt. Einnig er þétting byggðar í þeim dúr sem kynnt hefur verið mjög hagkvæm fyrir bæjarfélagið og umhverfið almennt.

10.Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032

Málsnúmer 2022110691Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi samkomulag Akureyrarbæjar, innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um aukið framboð íbúðarhúsnæðis 2023-2032 og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða og félagslegs húsnæðis.
Skipulagsráð leggur til að formaður skipulagsráð í samvinnu við skipulagsfulltrúa vinni að tillögu að nánari útfærslu samnings til samræmis við samþykkta húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2024.

11.Hótel á Jaðarsvelli - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023120429Vakta málsnúmer

Með auglýsingu 11. febrúar sl. var auglýst eftir kauptilboði í byggingarrétt hótels á Jaðarsvelli og var frestur til 13. mars til að skila inn tilboði. Engin tilboð bárust en 8 aðilar náðu í útboðsgögn.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að endurskoðun úthlutunarskilmála þar sem áhersla verður á að leita að hentugum samstarfsaðila um uppbyggingu hótels frekar en hæstbjóðenda.


12.Leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli

Málsnúmer 2024031230Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar nýútgefnar leiðbeiningar með heitið Mannlíf, byggð og bæjarrými sem unnar voru í samstarfi Skipulagsstofnunar og Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.

13.Stjórnsýslukæra - kærð ákvörðun Akureyrarbæjar um staðfestingargjald við úthlutun lóðar

Málsnúmer 2022110180Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður innviðaráðuneytisins dagsettur 13. nóvember 2023 varðandi staðfestingargjald í tengslum við úthlutun lóða.

14.Stjórnsýslukæra - kærð ákvörðun Akureyrarbæjar um fyrirkomulag á álagningu gatnagerðargjalds

Málsnúmer 2023010729Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður innviðaráðuneytisins dagsettur 16. febrúar 2024 varðandi álagningu gatnagerðargjalda.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 957. fundar, dagsett 7. mars 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 958. fundar, dagsett 14. mars 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 959. fundar, dagsett 21. mars 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:15.