Sjafnarnes - breyting á skilmálum deiliskipulags

Málsnúmer 2023072695

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 407. fundur - 23.08.2023

Lögð fram tillaga að breytingu á skilmálum fyrir deiliskipulag B-áfanga Krossaneshaga.

Breytingin felur í sér að sett er kvöð um stálgirðingu á lóðum sem liggja að opnum svæðum í eigu Akureyrarbæjar.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á skilmálum deiliskipulagsins á þann veg að kvöð verði sett um 0,9 - 2 m háa afmörkun/girðingu á lóðarmörkum sem liggja að bæjarlandi.

Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum innan deiliskipulagssvæðisins.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 420. fundur - 27.03.2024

Uppfærsla á skilmálum fyrir Krossaneshaga B áfanga. Breytingin var grenndarkynnt frá 21. nóvember 2023 til og með 21. desember 2023.

Ein athugasemd barst frá Stefáni E. Stefánssyni f.h. íslenska gámafélagsins.
Skipulagsráð samþykkir drög að svörum við innkomnum athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að sjá um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.