Hótel á Jaðarsvelli - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023120429

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 414. fundur - 13.12.2023

Lögð fram drög að útboðsskilmálum fyrir hótellóð á Jaðarsvelli.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Lögð fram tillaga að útboðs- og úthlutunarskilmálum fyrir hótellóð á Jaðarsvelli.
Skipulagsráð samþykkir að vísa ákvörðun um útboð til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3834. fundur - 17.01.2024

Liður 22 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Lögð fram tillaga að útboðs- og úthlutunarskilmálum fyrir hótellóð á Jaðarsvelli.

Skipulagsráð samþykkir að vísa ákvörðun um útboð til bæjarráðs.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að hótellóð á Jaðarsvelli verði úthlutað með útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við framlagða skilmála með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Skipulagsráð - 420. fundur - 27.03.2024

Með auglýsingu 11. febrúar sl. var auglýst eftir kauptilboði í byggingarrétt hótels á Jaðarsvelli og var frestur til 13. mars til að skila inn tilboði. Engin tilboð bárust en 8 aðilar náðu í útboðsgögn.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að endurskoðun úthlutunarskilmála þar sem áhersla verður á að leita að hentugum samstarfsaðila um uppbyggingu hótels frekar en hæstbjóðenda.