Leikskólalóð sunnan Naustagötu - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2024031135

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 420. fundur - 27.03.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis sem felur í sér að afmörkuð er 9.328 fm leikskólalóð þar sem nú er bæjartorfan Naust II. Er gert ráð fyrir að á lóðinni verði heimilt að byggja um 2.000 fm leikskóla á allt að 2 hæðum. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar dagsett 21. mars 2024 þar sem ekki er gerð athugasemd við niðurrif núverandi húsa, með fyrirvörum um skoðun fornleifafræðings áður en farið verður að grafa á svæðinu.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna skipulagsdrögin skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða kynningu á vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar fyrir sama svæði. Er samþykktin með fyrirvara um að gerðar verði breytingar á aðkomu að lóðinni og útfærslu bílastæða að austanverðu.


Skipulagsráð samþykkir jafnframt að hafin verði vinna við niðurrif núverandi bygginga í samræmi við skilmála Minjastofnunar.


Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.