Bílastæðavasar meðfram Þórunnarstræti - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2024031162

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 420. fundur - 27.03.2024

Lögð fram umsókn umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 21. mars 2024 um framkvæmdaleyfi fyrir bílastæði fyrir rútur meðfram Þórunnarstræti, rétt við Lystigarðinn. Einnig er gert ráð fyrir gerð göngustígs frá Þórunnarstræti og inn í Lystigarðinn.
Að mati skipulagsráðs er tillagan í samræmi við gildandi deiliskipulag og samþykkir ráðið að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi til samræmis við erindið.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.