Smáhýsabyggð - umræða um staðsetningu

Málsnúmer 2023100882

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 411. fundur - 25.10.2023

Lagt fram erindi Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar dagsett 6. október 2023 þar sem óskað er eftir að kannað verði hvaða svæði komi til greina til uppbyggingar húsnæðisúrræða fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir smáhýsabyggð.

Skipulagsráð - 420. fundur - 27.03.2024

Á fundi skipulagsráðs þann 25. október 2023 var tekið fyrir erindi Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem óskað var eftir að kannað yrði hvaða svæði komi til greina til uppbyggingar húsnæðisúrræða fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda.

Eru nú lagðar fram tillögur að tveimur svæðum þar sem mögulegt verði að koma fyrir litlum húsum í þessum tilgangi, með þeim möguleika að hægt verði að flytja þau síðar ef aðstæður breytast.
Skipulagsráð tekur vel í tillögurnar og samþykkir að gert verði ráð fyrir að minnsta kosti tveimur svæðum fyrir smáhýsi í vinnu við endurskoðun aðalskipulags sem nú er í gangi.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.