Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032

Málsnúmer 2022110691

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 392. fundur - 23.11.2022

Lagður fram til kynningar Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum sem undirritaður var 12. júlí 2022.

Bæjarstjórn - 3522. fundur - 17.01.2023

Umræða um rammasamning ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti málið og lagði fram svofellda tillögu:

„Bæjarstjórn Akureyrarbæjar er sammála þeim meginmarkmiðum sem sett eru fram í rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum. Bæjarstjórn leggur áherslu á að flýta eins og kostur er endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og ganga í kjölfarið til viðræðna við ríkið og HMS um gerð samkomulags sem byggir á þeim markmiðum“.

Til máls tóku Lára Halldóra Eiríksdóttir, Jón Hjaltason, Andri Teitsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Hlé var gert á fundi bæjarstjórnar undir þessum lið frá kl. 17:02 til kl. 17:15.


Tillaga Hildu Jönu Gísladóttur var borin upp til atkvæða og samþykkt með 11 atkvæðum.


Meirihluti bæjarstjórnar bókar:

„Akureyrarbær líkt og Reykjavíkurborg hefur byggt upp öflugara félagslegt leiguhúsnæðiskerfi en flest sveitarfélög og þannig tekið að sér forystuhlutverk. Í ljósi þess vill meirihluti bæjarstjórnar leggja áherslu á að komið verði til móts við það hlutverk í gegnum jöfnunarsjóð og að ákvæði þar að lútandi rati inn í höfuðstaðastefnu sem unnið er að“.

Skipulagsráð - 420. fundur - 27.03.2024

Farið yfir stöðu mála varðandi samkomulag Akureyrarbæjar, innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um aukið framboð íbúðarhúsnæðis 2023-2032 og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða og félagslegs húsnæðis.
Skipulagsráð leggur til að formaður skipulagsráð í samvinnu við skipulagsfulltrúa vinni að tillögu að nánari útfærslu samnings til samræmis við samþykkta húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2024.