Stjórnsýslukæra - kærð ákvörðun Akureyrarbæjar um fyrirkomulag á álagningu gatnagerðargjalds

Málsnúmer 2023010729

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 420. fundur - 27.03.2024

Lagður fram til kynningar úrskurður innviðaráðuneytisins dagsettur 16. febrúar 2024 varðandi álagningu gatnagerðargjalda.

Bæjarráð - 3849. fundur - 16.05.2024

Lagður fram úrskurður innviðaráðuneytisins sem var kveðinn upp 16. febrúar sl. í máli þar sem kærð var ákvörðun Akureyrarbæjar um fyrirkomulag álagningar gatnagerðargjalda. Úrskurðinn felur í sér að óheimilt er að vísitölutengja fjárhæð gatnagerðargjalds þegar það er ekki greitt í einu lagi.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðauka að fjárhæð kr. 31.000.000 vegna málsins.