Tilboð - Miðholt 1 - 9 - auglýsing lóða

Málsnúmer 2024030667

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 420. fundur - 27.03.2024

Fjölbýlishúsalóðir við Miðholt voru auglýstar lausar til úthlutunar 11. mars sl. með umsóknarfresti til 2. febrúar. Ein umsókn barst um lóðirnar, frá BB Byggingum ehf., og er sótt um með fyrirvara um að heimilt verði að breyta skipulagi með þeim hætti að heimilt verði að byggja 3ja hæða fjölbýlishús auk kjallara. Meðfylgjandi er skýringarmynd sem sýnir mögulegt skuggavarp af 3ja hæða húsum samanborið við 2ja hæða hús.
Skipulagsráð samþykkir að veita lóðinni til umsækjanda og er skipulagsfulltrúa falið að hefja viðræður um skipulagsbreytingarnar.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.