Skipulagsráð

396. fundur 15. febrúar 2023 kl. 08:15 - 11:32 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Halla Björk Reynisdóttir L-lista sat fundinn í fjarfundabúnaði.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - ákvörðun um endurskoðun

Málsnúmer 2022090355Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 14. desember sl. var samþykkt að hefja vinnu við endurskoðun á kafla 2.1.1 í Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 um íbúðarbyggð og jafnframt að fella vinnu við endurskoðun atvinnustefnu að aðalskipulaginu.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að útbúa erindisbréf til skipunar í starfshóp um endurskoðun Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030.

2.Grímsey - vindmyllur - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021040690Vakta málsnúmer

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna áforma um uppsetningu vindmylla í Grímsey lauk þann 13. apríl 2022.

Tvær athugasemdir bárust auk umsagna frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Eru umrædd gögn lögð fram undir fundarlið nr. 3 ásamt umsögn Fallorku við efni athugasemda og umsagna.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu að beiðni hverfisráðs Grímseyjar.

3.Grímsey - vindmyllur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2022030794Vakta málsnúmer

Kynningu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæði fyrir vindmyllur og fjarskipti í Grímsey lauk þann 13.apríl 2022.

Þrjár athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Eru ofantalin gögn lögð fram nú ásamt umsögn Fallorku um efni athugasemda og umsagna.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu að beiðni hverfisráðs Grímseyjar.

4.Krabbastígur 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2022070337Vakta málsnúmer

Grenndarkynninigu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norður-Brekku, neðri hluta vegna breytinga á lóðarmörkum Krákustígs 1 (áður Oddeyrargötu 4B) lauk þann 20. janúar sl. Tvær athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt drögum að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemda.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 25. janúar sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norður-Brekku, neðri hluta skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá samþykkir skipulagsráð jafnframt framlögð drög að svörum við efni athugasemda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

5.Hafnarstræti 80 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023020406Vakta málsnúmer

Erindi Odds K. Finnbjarnarsonar dagsett 9. febrúar 2023 f.h. lóðarhafa Hafnarstrætis 80 þar sem fram kemur að við nánari hönnun fari fyrirhugaðir veggir örlítið út fyrir afmarkaðan byggingarreit að vestanverðu, sem er fleygur á bilinu 0-50 cm eins og sjá má á teikningu.
Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi með vísan í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

6.Goðanes 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi - nýr byggingarreitur

Málsnúmer 2022100178Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Goðanes 1 lauk þann 29. desember sl. Ein athugasemd barst.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 10. janúar sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægi tillaga að hæðarsetningu á nýrri byggingu m.t.t. lóðarmarka.

Eru umrædd gögn lögð fram nú ásamt drögum að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemdar.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krossaneshaga - A.áfanga skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá samþykkir skipulagsráð jafnframt framlögð drög að svörum við efni athugasemda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Oddeyrartangi - 2023 - umferðarstýring og bann við lagningu bíla

Málsnúmer 2023020243Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. febrúar 2023 þar sem Pétur Ólafsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands óskar eftir tímabundnu banni við lagningu ökutækja við vesturkant Kaldbaksgötu milli Gránufélagsgötu og Strandgötu annars vegar og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hins vegar allan sólarhringinn á tímabilinu 1. maí til 25. september 2023. Einnig er óskað eftir leyfi fyrir umferðarstýringu á Strandgötu austan Hjalteyrargötu á sama tímabili í 1-2 klst. í senn við komur stærri skemmtiferðaskipa og mikla umferð fólksflutningabifreiða. Meðfylgjandi er greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og Vegagerðarinnar. Er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa ákvörðun um tímabundið bann við akstri austur Strandgötu frá Hjalteyrargötu að Laufásgötu og tímabundið bann við lagningu ökutækja í Lögbirtingablaði.

8.Álfaholt 8-10 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023020383Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 8-10 við Álfaholt.

Fyrirhugað er að stækka byggingarreit til suðvesturs um 1 m og til norðausturs um 0,5 m.

Meðfylgjandi eru afstöðumynd og greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

9.Strandgata 21 - umsókn um bílastæði fyrir hreyfihamlaða

Málsnúmer 2023020304Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. febrúar 2023 þar sem Steindór Ívar Ívarsson f.h. Akureyrarbæjar sækir um bílastæði fyrir hreyfihamlaða framan við Strandgötu 21.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna að málinu í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

10.Hulduholt 20-24 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2023020359Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2023 þar sem Katla ehf. byggingarfélag sækir um lóð nr. 20-24 við Hulduholt.

Meðfylgjandi eru yfirlýsing viðskiptabanka og greinargerð um byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir erindið.

Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Fylgiskjöl:

11.Týsnes 18-20 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023010169Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 26. janúar sl. var tekið fyrir erindi Mannvits verkfræðistofu dagsett 4. janúar 2023, f.h. lóðarhafa Týsness 18 og 20, um að lóðin Týsnes 16 verði tekin frá fyrir mögulega stækkun á fyrirhugaðri starfsemi Íslandsþara í allt að 3 ár með árlegri endurskoðun. Bæjarráð samþykkti að leggja til við skipulagsráð að fresta úthlutun lóðarinnar í samræmi við erindið þar sem nægur fjöldi lóða til atvinnuuppbyggingar væri í boði. Komi til þess að fyrirsjáanlegur skortur verði á sambærilegum lóðum á þeim tíma þá verði ákvörðunin endurskoðuð.
Skipulagsráð samþykkir að fresta því að auglýsa lóðina Týsnes 16 lausa til úthlutunar til samræmis við bókun bæjarráðs.

12.Miðholt 1 - 9 - auglýsing lóða

Málsnúmer 2023010530Vakta málsnúmer

Fjölbýlishúsalóðir við Miðholt í Holtahverfi voru auglýstar í byrjun árs sem ein heild með umsóknarfrest til 26. janúar 2023. Engin umsókn barst.
Skipulagsráð samþykkir að lóðir við Miðholt 1-9 verði auglýstar lausar til úthlutunar með þeim skilmálum að lóðunum verði úthlutað sem einni heild.

13.Hopp - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020090583Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðuðum samningi við Hopp um starfsemi stöðvalausrar rafskútuleigu á Akureyri.
Skipulagsráð samþykkir fyrir sitt leyti að þjónustusamningur við umsækjanda um stöðvalausa rafskútuleigu í samræmi við fyrirliggjandi gögn verði endurnýjaður til tveggja ára.

14.Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019020182Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð tillaga að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar 2023-2032 til samræmis við afgreiðslu bæjarstjórnar frá 7. febrúar sl.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar 2023-2032 verði samþykkt.

15.Grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2023020536Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi innviðaráðuneytis dagsett 10. febrúar 2023 þar sem lögð eru fram til umsagnar drög að grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál. Drögin eru liður í vinnu við gerð tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu auk aðgerðaáætlunar sem lögð verður fram á Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi.

Umsagnarfrestur er veittur til 19. febrúar nk.
Gerð er athugasemd við þann stutta umsagnarfrest sem veittur er í málinu. Hér er veittur 9 daga frestur og þar af einungis 5 virkir dagar. Mikilvægt er að tími gefist til pólitískrar umfjöllunar og afgreiðslu, ekki síst í jafn viðamiklu og mikilvægu máli og hér um ræðir. Óskar skipulagsráð Akureyrarbæjar eftir rýmri fresti til að veita umsögn sína, að lágmarki 4 vikur. Ef slíkur frestur fæst ekki þá leggur skipulagsráð sérstaka áherslu á að samræmingar sé gætt við skilgreiningar á ólíkum búsetuúrræðum og að leitað verði leiða til að tryggja að jafnræðis sé gætt milli ábyrgðar sveitarfélaga í húsnæðismálum. Þá telur Akureyrarbær mikilvægt að endurskoða 15% kostnaðarþátttöku sveitarfélaga í nýbyggingum ríkins.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 900. fundar, dagsett 26. janúar 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 901. fundar, dagsett 2. febrúar 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 902. fundar, dagsett 9. febrúar 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:32.