Oddeyrartangi - 2023 - umferðarstýring og bann við lagningu bíla

Málsnúmer 2023020243

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 396. fundur - 15.02.2023

Erindi dagsett 7. febrúar 2023 þar sem Pétur Ólafsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands óskar eftir tímabundnu banni við lagningu ökutækja við vesturkant Kaldbaksgötu milli Gránufélagsgötu og Strandgötu annars vegar og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hins vegar allan sólarhringinn á tímabilinu 1. maí til 25. september 2023. Einnig er óskað eftir leyfi fyrir umferðarstýringu á Strandgötu austan Hjalteyrargötu á sama tímabili í 1-2 klst. í senn við komur stærri skemmtiferðaskipa og mikla umferð fólksflutningabifreiða. Meðfylgjandi er greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og Vegagerðarinnar. Er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa ákvörðun um tímabundið bann við akstri austur Strandgötu frá Hjalteyrargötu að Laufásgötu og tímabundið bann við lagningu ökutækja í Lögbirtingablaði.