Erindi dagsett 4. október 2022 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. P3 fasteigna sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Goðanes. Breytingin gerir ráð fyrir viðbótar byggingarreit og hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,30 í 0,37.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Njarðarnesi 2 og 4 og umsagna Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar leitað.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Goðanes 1 lauk þann 29. desember sl. Ein athugasemd barst.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 10. janúar sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægi tillaga að hæðarsetningu á nýrri byggingu m.t.t. lóðarmarka.
Eru umrædd gögn lögð fram nú ásamt drögum að svörum skipulagsfulltrúa við efni athugasemdar.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krossaneshaga - A.áfanga skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá samþykkir skipulagsráð jafnframt framlögð drög að svörum við efni athugasemda.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Njarðarnesi 2 og 4 og umsagna Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar leitað.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.