Týsnes 18-20 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023010169

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 394. fundur - 10.01.2023

Lögð fram tillaga Mannvits verkfræðistofu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 18 og 20 við Týsnes.

Breytingin felur m.a. í sér eftirfarandi:

- Lóðirnar verða sameinaðar í eina lóð sem verður 19.138 m².

- Byggingarreitir verða sameinaðir í einn reit.

- Hámarks mænishæð byggingar verður 13,5 m.

Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Týsness 22 og 24.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Ákvörðun um forgang við úthlutun lóðar nr. 16 við Týsnes er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3795. fundur - 26.01.2023

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2023:

Lögð fram tillaga Mannvits verkfræðistofu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 18 og 20 við Týsnes.

Breytingin felur m.a. í sér eftirfarandi:

- Lóðirnar verða sameinaðar í eina lóð sem verður 19.138 m².

- Byggingarreitir verða sameinaðir í einn reit.

- Hámarks mænishæð byggingar verður 13,5 m.

Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Týsness 22 og 24. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021. Ákvörðun um forgang við úthlutun lóðar nr. 16 við Týsnes er vísað til bæjarráðs.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri bar upp vanhæfi við umræðu og afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Bæjarráð leggur til við skipulagsráð að beðið verði með úthlutun lóðar númer 16 í allt að þrjú ár þar sem nægar lóðir til atvinnuuppbyggingar eru í boði. Komi til þess að fyrirsjáanlegur skortur verði á sambærilegum lóðum á þeim tíma, þá verði ákvörðunin endurskoðuð.

Skipulagsráð - 396. fundur - 15.02.2023

Á fundi bæjarráðs þann 26. janúar sl. var tekið fyrir erindi Mannvits verkfræðistofu dagsett 4. janúar 2023, f.h. lóðarhafa Týsness 18 og 20, um að lóðin Týsnes 16 verði tekin frá fyrir mögulega stækkun á fyrirhugaðri starfsemi Íslandsþara í allt að 3 ár með árlegri endurskoðun. Bæjarráð samþykkti að leggja til við skipulagsráð að fresta úthlutun lóðarinnar í samræmi við erindið þar sem nægur fjöldi lóða til atvinnuuppbyggingar væri í boði. Komi til þess að fyrirsjáanlegur skortur verði á sambærilegum lóðum á þeim tíma þá verði ákvörðunin endurskoðuð.
Skipulagsráð samþykkir að fresta því að auglýsa lóðina Týsnes 16 lausa til úthlutunar til samræmis við bókun bæjarráðs.