Grímsey - vindmyllur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 2022030794

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 378. fundur - 23.03.2022

Lögð fram tillaga á vinnslustigi ásamt greinargerð fyrir deiliskipulag fyrir svæði fyrir vindmyllur og fjarskipti í Grímsey, unnin af Landslagi ehf.

Á fundi skipulagsráðs þann 23. júní 2021 var samþykkt að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Skipulagsráð samþykkir fram lagða tillögu á vinnslustigi og að hún verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar.

Skipulagsráð - 396. fundur - 15.02.2023

Kynningu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæði fyrir vindmyllur og fjarskipti í Grímsey lauk þann 13.apríl 2022.

Þrjár athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Eru ofantalin gögn lögð fram nú ásamt umsögn Fallorku um efni athugasemda og umsagna.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu að beiðni hverfisráðs Grímseyjar.

Skipulagsráð - 401. fundur - 24.04.2023

Kynningu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæði fyrir vindmyllur og fjarskipti í Grímsey lauk þann 13. apríl 2022. Þrjár athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og hverfisráði Grímseyjar.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 15. febrúar sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.