Hafnarstræti 80 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023020406

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 396. fundur - 15.02.2023

Erindi Odds K. Finnbjarnarsonar dagsett 9. febrúar 2023 f.h. lóðarhafa Hafnarstrætis 80 þar sem fram kemur að við nánari hönnun fari fyrirhugaðir veggir örlítið út fyrir afmarkaðan byggingarreit að vestanverðu, sem er fleygur á bilinu 0-50 cm eins og sjá má á teikningu.
Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi með vísan í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.