Skipulagsráð

361. fundur 23. júní 2021 kl. 08:15 - 10:58 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Sindri Kristjánsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson verkefnastjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Þórhallur Jónsson formaður bar upp ósk um að taka mál 19 í útsendri dagskrá út af dagskrá, og var það samþykkt.

1.Norðurtangi - athafnasvæði Slippsins

Málsnúmer 2021061320Vakta málsnúmer

Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Slippsins kynnti hugmyndir að uppbyggingu á athafnasvæði við Norðurtanga.
Skipulagsráð þakkar Eiríki fyrir kynninguna.
Fylgiskjöl:

2.Deiliskipulag stofnana- og athafnasvæðis austan Súluvegar

Málsnúmer 2021061415Vakta málsnúmer

Lögð fram lýsing deiliskipulags stofnana og athafnasvæðis austan Súlvegar. Um er að ræða svæði sem í aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 eru merkt S36 og AT13. Helstu markmið deiliskipulagsins eru eftirfarandi:

1. Afmarka lóð fyrir dýraspítala nyrst á svæði S36, upp við Miðhúsabraut.

2. Skilgreina uppbyggingarheimildir á lóð Vegagerðarinnar til framtíðar.

3. Afmarka athafnalóðir á svæði AT13 með nákvæmum hætti og setja fram skilmála um uppbyggingu og umgengni á svæðinu.
Skipulagsráð samþykkir lýsinguna og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna hana skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Oddeyri - breyting á aðalskipulagi 2018-2030

Málsnúmer 2019090318Vakta málsnúmer

Í samræmi við bókun bæjarstjórnar þann 15. júní sl. er tillaga að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri lögð fram til umfjöllunar að lokinni ráðgefandi kosningu/könnun meðal íbúa sem fór fram 27. til 31. maí sl.
Afgreiðslu frestað.

4.Grímsey - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna vindmylla

Málsnúmer 2021040690Vakta málsnúmer

Lýsing aðalskipulagsbreytingar lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engin athugasemd barst en fyrir liggja umsagnir frá Skipulagsstofnun, Isavia, Minjastofnun og Umhverfisstofnun.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að halda áfram vinnu við gerð breytingar á aðalskipulagi þar sem tekið verður tillit til efnis innkominna umsagna. Jafnframt heimilar skipulagsráð umsækjenda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið í samráði við skipulagssvið.

5.Tjaldsvæðisreitur - breyting á deiliskipulagi vegna heilsugæslustöðvar

Málsnúmer 2021010051Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi Tjaldsvæðisreits. Í tillögunni felst að afmörkuð er lóð fyrir heilsugæslu á norðvesturhluta svæðisins þar sem nú eru bílastæði. Að auki er gert ráð fyrir stækkun hótellóðar, nýrri viðbyggingu við vesturhluta hótelsins, að aðkoma frá Þingvallastræti færist til vesturs auk breytinga er varða afmörkun bílastæða, gangstétta o.fl. Tillagan var auglýst 28. apríl 2021 með athugasemdafresti til 9. júní og barst ein athugasemd auk umsagna frá Norðurorku og Minjastofnun. Er tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagna lögð fram.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og jafnframt tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagna.

6.Dalsbraut, KA svæði - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021031297Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði KA sem auglýst var 28. apríl 2021 með athugasemdafresti til 9. júní. Barst ein athugasemd auk umsagnar frá Norðurorku. Þá er lögð fram tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagnar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt tillögu að svörum við efni athugasemdar og umsagnar.
Steinmar Heiðar Rögnvaldsson vék af fundi.

7.Sómatún 29 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021031533Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 29 við Sómatún sem felst í að heimilt verði að byggja 3 íbúða raðhús á einni hæð á lóðinni í stað einbýlishúss á tveimur hæðum. Tillagan var auglýst 28. apríl 2021 með athugasemdafrest til 9. júní og bárust athugasemdabréf undirrituð af 29 íbúum í næsta nágrenni og umsögn frá Norðurorku. Er lögð fram tillaga að svörum við innkomnum athugasemdum og umsögn.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt tillögu að svörum við efni athugasemda og umsagnar.
Steinmar Heiðar Rögnvaldsson kom aftur á fundinn.

8.Holtahverfi norður - ný götuheiti

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur ungmennaráðs um að nýjar götur í Holtahverfi fá nöfnin Álfaholt, Hulduholt, Þursaholt og Dvergaholt. Er jafnframt lögð fram fundargerð nafnanefndar dagsett 11. júní 2021 þar sem tillögur ungmennaráðs voru samþykktar.
Skipulagsráð samþykkir tillögu ungmennaráðs að götuheitum þannig að Álfaholt verði syðst, síðan komi Dvergaholt, þá Hulduholt og síðan Þursaholt nyrst.

9.Kjarnagata 55 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2020090617Vakta málsnúmer

Erindi Tryggva Tryggvasonar dagsett 18. júní 2021, f.h. B.E. Húsbygginga, þar sem óskað er eftir framkvæmdafresti á lóð Kjarnagötu 55 til 1. maí 2022.
Skipulagsráð samþykkir að lengja framkvæmdafrest í samræmi við umsókn.

10.Skarðshlíð 20 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2021050995Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skilmálum fyrir auglýsingu lóðarinnar Skarðshlíð 20.
Skipulagsráð samþykkir skilmálana.

11.Margrétarhagi 14-22 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 2019090304Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2021 frá Arnóri Diego þar sem hann fyrir hönd VA-verktaka ehf. sækir um framlengingu á byggingarfresti til 1. ágúst 2021.
Skipulagsráð samþykkir að lengja framkvæmdafrest í samræmi við umsókn.

12.Nonnahagi 12-20 - umsókn um breytingu á byggingaráformum

Málsnúmer 2019110235Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 1. júní 2021 þar sem Brynjólfur Árnason fyrir hönd VA-verktaka ehf., sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af raðhúsi á lóð 12-20 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 16. júní 2021. Samkvæmt deiliskipulagi er nýtingarhlutfall lóðarinnar 0.38 en stærð raðhússins miðað við innsendar teikningar fela í sér að nýtingarhlutfall verður 0.387. Um er að ræða stækkun upp á tæplega 16 fermetra.
Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi, með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Norðurgata 16 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna breyttrar notkunar og endurbóta

Málsnúmer 2021050707Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2021 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson leggur inn fyrirspurn varðandi breytingar í húsi nr. 16 við Norðurgötu. Fyrirhugað er að fjölga íbúðum úr fjórum í fimm, fjölga kvistum og stækka til suðurs og norðurs, einangra húsið og klæða með múrkerfi. Óskað er eftir leyfi til að breyta þakgerð í risþak með steyptum göflum og fjarlægja skorstein. Liggur fyrir samþykkt húsfundar um fyrirhugaðar breytingar.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Óðinsnes 2 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2021060015Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 1. júní 2021 frá Helga Má Halldórssyni þar sem hann fyrir hönd Byko ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir þremur sambyggðum 20 feta gámum undir áhaldaleigu. Meðfylgjandi er teikning eftir Helga Má Halldórsson.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi samþykki stöðuleyfi til 6 mánaða. Ef fyrirhugað er að vera með starfsemina lengur en þann tíma þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir mannvirki áhaldaleigu.

15.Oddeyrarskóli - tillaga að breytingu á skólalóð

Málsnúmer 2021060969Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. júní 2021 frá Steindóri Ívari Ívarssyni fyrir hönd Akureyrarbæjar, þar sem lagðar eru fram tillögur til breytingar á skólalóð Oddeyrarskóla. Tillögurnar eru eftirfarandi:

1. Að núverandi innkeyrsla og bílastæði skólans verði felld út.

2. Að sleppisvæði og 12 samsíða bílastæðum verði komið fyrir við Víðivelli og skólalóðin minnkuð sem því nemur.

3. Að núverandi upphækkuð gangbraut yfir Víðivelli verði færð til austurs um 6 m til að koma fyrir innkeyrslu inn á parhús við Víðivelli 12.

4. Að sleppisvæði fyrir skólabíl verði komið fyrir við Reynivelli og skólalóð minnkuð sem því nemur.

5. Að útbúin verði ný bílastæði stæði fyrir 11 bíla innan skólalóðar með tveimur tengingum frá Sólvöllum.

6. Að sorpgámasvæði verði komið fyrir innan lóðar norðan við íþróttahúsið, með tengingu við Grenivelli.

Meðfylgjandi er teikning eftir Ágúst Hafsteinsson arkitekt.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna tillögur að breytingum á lóð Oddeyrarskóla skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum húsa umhverfis lóðina, auk þess að leita eftir umsögn hverfisnefndar Oddeyrar.

16.Borgarsíða 16 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2021061297Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 16. júní 2021 þar sem Ómar Björn Skarphéðinsson sækir um stækkun á bílastæði til suðurs á lóð nr. 16 við Borgarsíðu til að koma fyrir 9 m hjólhýsi. Í kjölfarið þyrfti að taka úrtak úr kantsteini. Meðfylgjandi er teikning.
Samkvæmt vinnureglum um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantsteina sem samþykkt var í bæjarstjórn 3. mars 2020 er hámarksbreidd úrtaka fyrir einbýlishús 7 m. Skipulagsráð getur því ekki fallist á umsókn um úrtak í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

17.Skarðshlíð 31 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060316Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 3. júní 2021 frá Tryggva Tryggvasyni þar sem hann fyrir hönd Búfesti hsf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 31 við Skarðshlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Að mati skipulagsráðs felur staðsetning hjóla- og vagnageymslu í sér að gera þarf breytingu á deiliskipulagi. Að mati skipulagsráðs er slík breyting óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á að grenndarkynna tillöguna þar sem hún hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að auglýsa gildistöku breytingarinnar í b-deild Stjórnartíðinda þegar endanleg skipulagsgögn hafa borist.

18.Tónatröð - andmæli við ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar 4. maí 2021

Málsnúmer 2021060462Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sigmundar Guðmundssonar lögmanns dagsett 4. júní 2021 f.h. eigenda fasteigna við Spítalaveg og Tónatröð þar sem vakin er athygli á athugasemdum þeirra við málsmeðferð skipulagsráðs og bæjarstjórnar á lóðaumsóknum við Tónatröð og áform um skipulagsbreytingar.

19.Starfsáætlun skipulags- og byggingarmála 2022

Málsnúmer 2021061241Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrstu drög að verkefnaáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2022.

Fundi slitið - kl. 10:58.