Tjaldsvæðisreitur - breyting á deiliskipulagi vegna heilsugæslustöðvar

Málsnúmer 2021010051

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 350. fundur - 13.01.2021

Lagðar fram til kynningar tillögur að staðsetningu heilsugæslustöðvar við núverandi bílastæði með aðkomu frá Byggðavegi.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 352. fundur - 10.02.2021

Lagðar fram til kynningar uppfærðar tillögur að staðsetningu heilsugæslustöðvar á tjaldsvæðisreit með aðkomu frá Byggðavegi.

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Lagðar fram þrjár útfærslur að tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tjaldsvæðisreits við Þórunnarstræti sem felur í sér afmörkun lóðar fyrir um 1.700 fm heilsugæslu á norðvesturhluta svæðisins þar sem nú eru bílastæði. Að auki er gert ráð fyrir stækkun hótellóðar, nýrri viðbyggingu við vesturhluta hótelsins, að aðkoma frá Þingvallastræti færist til vesturs auk breytinga er varða afmörkun bílastæða, gangstétta o.fl.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi, merkt útgáfa C, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3492. fundur - 20.04.2021

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. mars 2021:

Lagðar fram þrjár útfærslur að tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tjaldsvæðisreits við Þórunnarstræti sem felur í sér afmörkun lóðar fyrir um 1.700 fm heilsugæslu á norðvesturhluta svæðisins þar sem nú eru bílastæði. Að auki er gert ráð fyrir stækkun hótellóðar, nýrri viðbyggingu við vesturhluta hótelsins, að aðkoma frá Þingvallastræti færist til vesturs auk breytinga er varða afmörkun bílastæða, gangstétta o.fl.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi, merkt útgáfa C, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að breyting á deiliskipulagi Tjaldsvæðisreits við Þórunnarstræti, merkt útgáfa C, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 361. fundur - 23.06.2021

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi Tjaldsvæðisreits. Í tillögunni felst að afmörkuð er lóð fyrir heilsugæslu á norðvesturhluta svæðisins þar sem nú eru bílastæði. Að auki er gert ráð fyrir stækkun hótellóðar, nýrri viðbyggingu við vesturhluta hótelsins, að aðkoma frá Þingvallastræti færist til vesturs auk breytinga er varða afmörkun bílastæða, gangstétta o.fl. Tillagan var auglýst 28. apríl 2021 með athugasemdafresti til 9. júní og barst ein athugasemd auk umsagna frá Norðurorku og Minjastofnun. Er tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagna lögð fram.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og jafnframt tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagna.

Bæjarráð - 3732. fundur - 01.07.2021

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. júní 2021:

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi Tjaldsvæðisreits. Í tillögunni felst að afmörkuð er lóð fyrir heilsugæslu á norðvesturhluta svæðisins þar sem nú eru bílastæði. Að auki er gert ráð fyrir stækkun hótellóðar, nýrri viðbyggingu við vesturhluta hótelsins, að aðkoma frá Þingvallastræti færist til vesturs auk breytinga er varða afmörkun bílastæða, gangstétta o.fl. Tillagan var auglýst 28. apríl 2021 með athugasemdafresti til 9. júní og barst ein athugasemd auk umsagna frá Norðurorku og Minjastofnun. Er tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagna lögð fram.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og jafnframt tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagna.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst og samþykkir jafnframt tillögu að svörum við efni athugsemdar og umsagna.