Borgarsíða 16 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2021061297

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 818. fundur - 16.06.2021

Erindi dagsett 16. júní 2021 þar sem Ómar Björn Skarphéðinsson sækir um stækkun á bílastæði til suðurs á lóð nr. 16 við Borgarsíðu til að koma fyrir 9 m hjólhýsi. Í kjölfarið þyrfti að taka úrtak úr kantsteini.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 361. fundur - 23.06.2021

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 16. júní 2021 þar sem Ómar Björn Skarphéðinsson sækir um stækkun á bílastæði til suðurs á lóð nr. 16 við Borgarsíðu til að koma fyrir 9 m hjólhýsi. Í kjölfarið þyrfti að taka úrtak úr kantsteini. Meðfylgjandi er teikning.
Samkvæmt vinnureglum um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantsteina sem samþykkt var í bæjarstjórn 3. mars 2020 er hámarksbreidd úrtaka fyrir einbýlishús 7 m. Skipulagsráð getur því ekki fallist á umsókn um úrtak í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 819. fundur - 24.06.2021

Erindi dagsett 16. júní 2021 þar sem Ómar Björn Skarphéðinsson sækir um stækkun á bílastæði til suðurs á lóð nr. 16 við Borgarsíðu til að koma fyrir 9 m hjólhýsi. Í kjölfarið þyrfti að taka úrtak úr kantsteini. Meðfylgjandi er teikning. Fyrir liggur neikvæð umsögn skipulagsráðs.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu með vísan til vinnureglna um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og umsagnar skipulagsráðs.