Sómatún 29 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021031533

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Erindi dagsett 21. mars 2021 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd BF Bygginga ehf. sækir um breytt deiliskipulag lóðar nr. 29 við Sómatún til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 13. janúar 2021. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á tveimur hæðum verði heimilt að byggja þriggja íbúða raðhús á einni hæð. Flatarmál húss verður 406 m² í stað 230 m² en hámarkshæð fer úr 7,6 m niður í 4,6 m.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3492. fundur - 20.04.2021

Liður 24 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. mars 2021:

Erindi dagsett 21. mars 2021 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd BF Bygginga ehf. sækir um breytt deiliskipulag lóðar nr. 29 við Sómatún til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 13. janúar 2021. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á tveimur hæðum verði heimilt að byggja þriggja íbúða raðhús á einni hæð. Flatarmál húss verður 406 m² í stað 230 m² en hámarkshæð fer úr 7,6 m niður í 4,6 m.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhliða atkvæðum að breytt deiliskipulag lóðar nr. 29 við Sómatún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Skipulagsráð - 361. fundur - 23.06.2021

Steinmar Heiðar Rögnvaldsson vék af fundi.
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 29 við Sómatún sem felst í að heimilt verði að byggja 3 íbúða raðhús á einni hæð á lóðinni í stað einbýlishúss á tveimur hæðum. Tillagan var auglýst 28. apríl 2021 með athugasemdafrest til 9. júní og bárust athugasemdabréf undirrituð af 29 íbúum í næsta nágrenni og umsögn frá Norðurorku. Er lögð fram tillaga að svörum við innkomnum athugasemdum og umsögn.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt tillögu að svörum við efni athugasemda og umsagnar.
Steinmar Heiðar Rögnvaldsson kom aftur á fundinn.

Bæjarráð - 3732. fundur - 01.07.2021

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. júní 2021:

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 29 við Sómatún sem felst í að heimilt verði að byggja 3 íbúða raðhús á einni hæð á lóðinni í stað einbýlishúss á tveimur hæðum. Tillagan var auglýst 28. apríl 2021 með athugasemdafrest til 9. júní og bárust athugasemdabréf undirrituð af 29 íbúum í næsta nágrenni og umsögn frá Norðurorku. Er lögð fram tillaga að svörum við innkomnum athugasemdum og umsögn.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt tillögu að svörum við efni athugasemda og umsagnar.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.

Bæjarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með fimm samhljóða atkvæðum og samþykkir jafnframt tillögu að svörum við efni athugasemda og umsagnar.