Skarðshlíð 31 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060316

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 818. fundur - 16.06.2021

Erindi dagsett 3. júní 2021 frá Tryggva Tryggvasyni þar sem hann fyrir hönd Búfesti hsf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 31 við Skarðshlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 361. fundur - 23.06.2021

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 3. júní 2021 frá Tryggva Tryggvasyni þar sem hann fyrir hönd Búfesti hsf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 31 við Skarðshlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Að mati skipulagsráðs felur staðsetning hjóla- og vagnageymslu í sér að gera þarf breytingu á deiliskipulagi. Að mati skipulagsráðs er slík breyting óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á að grenndarkynna tillöguna þar sem hún hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að auglýsa gildistöku breytingarinnar í b-deild Stjórnartíðinda þegar endanleg skipulagsgögn hafa borist.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 819. fundur - 24.06.2021

Erindi dagsett 21. júní 2021 frá Tryggva Tryggvasyni þar sem hann fyrir hönd Búfesti hsf. sækir um byggingarleyfi fyrir jarðvegsskiptum fyrir hús á lóðinni nr. 31 við Skarðshlíð samkvæmt innlögðum uppdráttum eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi samþykkir jarðvegsskipti í byggingarreit fyrir fjölbýlishúsið á grundvelli innlagðra teikninga og gildandi deiliskipulags.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 820. fundur - 01.07.2021

Erindi dagsett 3. júní 2021 frá Tryggva Tryggvasyni þar sem hann fyrir hönd Búfesti hsf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 31 við Skarðshlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomin ný gögn 1. júlí 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.