Dalsbraut, KA heimili - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021031297

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 355. fundur - 31.03.2021

Erindi dagsett 17. mars 2021 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson fyrir hönd K.A., Knattspyrnufélags Akureyrar, sækir um breytt deiliskipulag fyrir íþróttasvæði KA við Dalsbraut. Fyrirhugað er að snúa núverandi byggingarreitum fyrir knattspyrnuvöll og áhorfendastúku um 90° og bæta við byggingarreit fyrir byggingu sem tengir saman áhorfendastúku frá vestri við núverandi íþróttahús.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um lagfæringar í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs.

Sindri Kristjánsson S-lista óskar bókað:

Þann 9. janúar sl. var undirrituð í KA-heimilinu viljayfirlýsing milli Akureyrarbæjar og Knattspyrnufélags Akureyrar. Í viljayfirlýsingunni var KA m.a. heimilað að vinna nýtt deiliskipulag á félagssvæði KA við Dalsbraut. Afrakstur þessarar vinnu liggur nú fyrir. Hagsmunir bæjarins í heild liggja í því að uppbygging á KA-svæðinu hefjist sem fyrst þar sem að um leið og sú vinna hefst fyrir alvöru er hægt að hefja endurskipulagningu svæðisins þar sem Akureyrarvöllur er staðsettur núna. Á því svæði liggja gríðarleg tækifæri til framtíðar og brýnt að koma þeirri vinnu af stað sem fyrst. Skipulagning og uppbygging á KA svæðinu er því lykillinn að frekari uppbyggingu í hjarta Akureyrar á einu af verðmætasta byggingarsvæði bæjarlandsins.

Bæjarstjórn - 3492. fundur - 20.04.2021

Liður 13 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. mars 2021:

Erindi dagsett 17. mars 2021 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson fyrir hönd K.A., Knattspyrnufélags Akureyrar, sækir um breytt deiliskipulag fyrir íþróttasvæði KA við Dalsbraut. Fyrirhugað er að snúa núverandi byggingarreitum fyrir knattspyrnuvöll og áhorfendastúku um 90° og bæta við byggingarreit fyrir byggingu sem tengir saman áhorfendastúku frá vestri við núverandi íþróttahús.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um lagfæringar í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs.

Sindri Kristjánsson S-lista óskar bókað:

Þann 9. janúar sl. var undirrituð í KA-heimilinu viljayfirlýsing milli Akureyrarbæjar og Knattspyrnufélags Akureyrar. Í viljayfirlýsingunni var KA m.a. heimilað að vinna nýtt deiliskipulag á félagssvæði KA við Dalsbraut. Afrakstur þessarar vinnu liggur nú fyrir. Hagsmunir bæjarins í heild liggja í því að uppbygging á KA-svæðinu hefjist sem fyrst þar sem að um leið og sú vinna hefst fyrir alvöru er hægt að hefja endurskipulagningu svæðisins þar sem Akureyrarvöllur er staðsettur núna. Á því svæði liggja gríðarleg tækifæri til framtíðar og brýnt að koma þeirri vinnu af stað sem fyrst. Skipulagning og uppbygging á KA svæðinu er því lykillinn að frekari uppbyggingu í hjarta Akureyrar á einu af verðmætasta byggingarsvæði bæjarlandsins.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhliða atkvæðum að tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði KA við Dalsbraut verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 361. fundur - 23.06.2021

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði KA sem auglýst var 28. apríl 2021 með athugasemdafresti til 9. júní. Barst ein athugasemd auk umsagnar frá Norðurorku. Þá er lögð fram tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagnar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt tillögu að svörum við efni athugasemdar og umsagnar.

Bæjarráð - 3732. fundur - 01.07.2021

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. júní 2021:

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði KA sem auglýst var 28. apríl 2021 með athugasemdafresti til 9. júní. Barst ein athugasemd auk umsagnar frá Norðurorku. Þá er lögð fram tillaga að svörum við efni athugasemdar og umsagnar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt tillögu að svörum við efni athugasemdar og umsagnar.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.

Bæjarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna ásamt tillögu að svörum við efni athugasemdar og umsagnar með fimm samhljóða atkvæðum.