Skipulagsráð

320. fundur 14. ágúst 2019 kl. 08:00 - 10:35 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Orri Kristjánsson varaformaður
  • Grétar Ásgeirsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Ólafur Kjartansson
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
Dagskrá
Grétar Ásgeirsson B-lista mætti í forföllum Tryggva Más Ingvarssonar og Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Arnfríðar Kjartansdóttur.

Varaformaður ráðsins bar upp þá ósk að taka mál nr. 4 í útsendri dagskrá, Austursíða 2 - breyting á aðalskipulagi, út af dagskrá og var það samþykkt.

1.Gjaldskrá Akureyrarkaupstaðar vegna afgreiðslu- og þjónustugjalda - endurskoðun 2016 - 2020

Málsnúmer 2016110141Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 8. ágúst 2019 þar sem lögð er fram tillaga um breytingu á gr. 2.1 í gjaldskrá Akureyrarkaupstaðar fyrir gjöld skv. lögum um mannvirki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld. Er lagt til að gjald fyrir breytingu á aðalskipulagsgögnum verði í samræmi við reikning aðkeyptrar vinnu í stað fastrar upphæðar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að gjaldskránni verði breytt í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

2.Íbúa- og atvinnuþróun - rannsóknarverkefni

Málsnúmer 2018030138Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 15. maí 2019 kynnti Bjarki Jóhannesson arkitekt niðurstöður rannsóknar um fjórðu iðnbyltinguna og áhrif hennar á atvinnulíf og búsetu á Akureyri. Er nú lögð fram endanleg skýrsla um rannsóknina.
Skipulagsráð þakkar Bjarka Jóhannessyni fyrir vinnslu skýrslunnar og leggur til að hún verði kynnt almenningi.

3.Síðuhverfi - rammaskipulag

Málsnúmer 2018010050Vakta málsnúmer

Ómar Ívarsson hjá Landslagi kynnti vinnu við gerð rammaskipulags fyrir íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar, svæði sem í aðalskipulagi er merkt sem ÍB23. Anna Margrét Sigurðardóttir frá Landslagi sat fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.

4.Grímseyjargata 2 og Gránufélagsgata 51 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2019040298Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan Glerár, sem nær til lóðanna Grímseyjargata 2 og Gránufélagsgata 51. Var tillagan grenndarkynnt með bréfi dagsettu 20. júní 2019 með athugasemdafresti til 19. júlí 2019. Barst ein athugasemd auk umsagnar frá Norðurorku. Áður hafði borist umsögn frá Hafnarsamlagi Norðurlands.
Afgreiðslu frestað þar til viðbrögð umsækjenda við fyrirliggjandi athugasemdum liggja fyrir.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

5.Geirþrúðarhagi 4A og 4B

Málsnúmer 2019080132Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. ágúst 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi við hús 4A og 4B við Geirþrúðarhaga. Fyrirhugað er að fjölga bílastæðum. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald S. Árnason.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar skipulagsráðs. Sviðsstjóra skipulagssviðs falið að ræða við umsækjenda um framhald málsins.

6.Græni trefillinn 2019 - 2025

Málsnúmer 2019050030Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 29. maí 2019 kynnti Johan Wilhelm Holst skógfræðingur og skógræktarbóndi á Silfrastöðum í Skagafirði skógræktarskipulag sem hann hefur unnið vegna Græna trefilsins. Er nú lögð fram greinargerð um skógræktarskipulagið.
Skipulagsráð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi greinargerð.

7.Neðri Sandvík, Grímsey - umsókn um byggingarleyfi fyrir spennistöðvarhúsi

Málsnúmer 2019080095Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. ágúst 2019 þar sem Anna Bragadóttir fyrir hönd Rarik ohf., kt. 520269-2669, sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöðvarhúsi á lóð Neðri-Sandvíkur í Grímsey. Eru tilgreindar tvær mögulegar staðsetningar, merktar A og B.
Skipulagsráð samþykkir báðar mögulegar staðsetningar spennistöðvar. Að mati ráðsins er umsóknin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar sbr. ákvæði 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er talið að framkvæmdin komi til með að hafa áhrif á aðra en umsækjendur. Er afgreiðslan með fyrirvara um að fyrir liggi skriflegt leyfi landeigenda ef leið A verður fyrir valinu.

8.Hafnarstræti 82 - breytingar á 1. hæð

Málsnúmer 2017060119Vakta málsnúmer

Staðgengill byggingarfulltrúa óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 22. júlí 2019 þar sem Gunnar Magnússon sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð Hafnarstrætis 82. Fyrirhugað er að opna veitingaaðstöðu. Meðfylgjandi er teikning eftir Þröst Sigurðsson.
Að mati skipulagsráðs samræmist fyrirhuguð breyting gildandi deiliskipulagi þar sem fram kemur að í Hafnarstræti 82 sé gert ráð fyrir íbúðum eða miðbæjarstarfsemi. Er afgreiðslu á umsókn um byggingarleyfi vísað til byggingarfulltrúa.

9.Beykilundur 13 - fyrirspurn um lokun og yfirbyggingu milli bílskúrs og íbúðarhúss

Málsnúmer 2019080008Vakta málsnúmer

Staðgengill byggingarfulltrúa óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 31. júlí 2019 þar sem Bjarni Kristjánsson og Elísabet Guðmundsdóttir leggja inn fyrirspurn varðandi lokun og yfirbyggingu á bili milli bílskúrs og íbúðarhúss nr. 13 við Beykilund.
Að mati skipulagsráðs er umsóknin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar sbr. ákvæði 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er talið að framkvæmdin komi til með að hafa áhrif á aðra en umsækjendur. Er afgreiðslu á umsókn um byggingarleyfi vísað til byggingarfulltrúa.

10.Sunnutröð - breyting götuheitis

Málsnúmer 2018100048Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Hólmkels Hreinssonar dagsettur 16. júlí 2019, fyrir hönd nafnanefndar, þar sem fram koma tillögur nefndarinnar um nýtt nafn á götu sem nú ber heitið Sunnutröð. Eru lögð fram þrjú nöfn; Búðargil, Búðartröð og Höfðatröð.
Skipulagsráð samþykkir að breyta heiti götunnar í Búðartröð og felur lóðarskrárritara að ganga frá breytingu á götuheitinu.

11.Fjárhagsáætlun skipulagssviðs 2019

Málsnúmer 2018080708Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs fór yfir stöðu mála í rekstri sviðsins fyrir fyrri helming ársins 2019.
Skipulagsráð þakkar sviðsstjóra skipulagssviðs fyrir kynninguna.

12.Fjárhagsáætlun skipulagssviðs 2020

Málsnúmer 2019070177Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs fór yfir ramma fjárhagsáætlunar fyrir skipulagssvið fyrir árið 2020. Einnig rætt um möguleika til hagræðingar.
Skipulagsráð þakkar sviðsstjóra skipulagssviðs fyrir kynninguna.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 730. fundar, dagsett 5. júlí 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 731. fundar, dagsett 11. júlí 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 732. fundar, dagsett 18. júlí 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2019

Málsnúmer 2019010038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 733. fundar, dagsett 26. júlí 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:35.