Beykilundur 13 - fyrirspurn um lokun og yfirbyggingu milli bílskúrs og íbúðarhúss

Málsnúmer 2019080008

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 734. fundur - 08.08.2019

Erindi dagsett 31. júlí 2019 þar sem Bjarni Kristjánsson og Elísabet Guðmundsdóttir leggja inn fyrirspurn varðandi lokun og yfirbyggingu á bili milli bílskúrs og íbúðarhúss nr. 13 við Beykilund.
Staðgengill byggingarfulltrúa óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 320. fundur - 14.08.2019

Staðgengill byggingarfulltrúa óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 31. júlí 2019 þar sem Bjarni Kristjánsson og Elísabet Guðmundsdóttir leggja inn fyrirspurn varðandi lokun og yfirbyggingu á bili milli bílskúrs og íbúðarhúss nr. 13 við Beykilund.
Að mati skipulagsráðs er umsóknin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar sbr. ákvæði 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er talið að framkvæmdin komi til með að hafa áhrif á aðra en umsækjendur. Er afgreiðslu á umsókn um byggingarleyfi vísað til byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 735. fundur - 15.08.2019

Erindi dagsett 31. júlí 2019 þar sem Bjarni Kristjánsson og Elísabet Guðmundsdóttir sækir um byggingaleyfi fyrir lokun og yfirbyggingu á bili milli bílskúrs og íbúðarhúss nr. 13 við Beykilund.

Meðfylgandi eru teikningar eftir Eyjólf Valgarðsson. Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs frá 14. ágúst 2019.

Innkomnar nýjar teikningar eftir 14. ágúst 2019.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.