Neðri Sandvík, Grímsey - umsókn um byggingarleyfi fyrir spennistöðvarhúsi

Málsnúmer 2019080095

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 320. fundur - 14.08.2019

Erindi dagsett 7. ágúst 2019 þar sem Anna Bragadóttir fyrir hönd Rarik ohf., kt. 520269-2669, sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöðvarhúsi á lóð Neðri-Sandvíkur í Grímsey. Eru tilgreindar tvær mögulegar staðsetningar, merktar A og B.
Skipulagsráð samþykkir báðar mögulegar staðsetningar spennistöðvar. Að mati ráðsins er umsóknin í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar sbr. ákvæði 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er talið að framkvæmdin komi til með að hafa áhrif á aðra en umsækjendur. Er afgreiðslan með fyrirvara um að fyrir liggi skriflegt leyfi landeigenda ef leið A verður fyrir valinu.