Græni trefillinn 2019 - 2025

Málsnúmer 2019050030

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 55. fundur - 08.05.2019

Johan Wilhelm Holst skógfræðingur og skógræktarbóndi á Silfrastöðum í Skagafirði kynnti skógræktarskipulag sem hann hefur unnið vegna Græna trefilsins. Þar koma fram tillögur hans að svæðaskiptingu, trjátegundum á hvert svæði, stígagerð og áætluðum kostnaði.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.

Skipulagsráð - 316. fundur - 29.05.2019

Á fundinn mættu Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfis- og mannvirkjasviði og Johan Wilhelm Holst skógfræðingur og skógræktarbóndi á Silfrastöðum í Skagafirði sem kynnti skógræktarskipulag sem hann hefur unnið vegna Græna trefilsins. Þar koma fram tillögur hans að svæðaskiptingu, trjátegundum á hvert svæði, stígagerð og áætluðum kostnaði.
Skipulagsráð þakkar Johan Wilhelm Holst og Jóni Birgi fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 320. fundur - 14.08.2019

Á fundi skipulagsráðs 29. maí 2019 kynnti Johan Wilhelm Holst skógfræðingur og skógræktarbóndi á Silfrastöðum í Skagafirði skógræktarskipulag sem hann hefur unnið vegna Græna trefilsins. Er nú lögð fram greinargerð um skógræktarskipulagið.
Skipulagsráð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi greinargerð.