Geirþrúðarhagi 4A og 4B

Málsnúmer 2019080132

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 320. fundur - 14.08.2019

Erindi dagsett 7. ágúst 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi við hús 4A og 4B við Geirþrúðarhaga. Fyrirhugað er að fjölga bílastæðum. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald S. Árnason.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar skipulagsráðs. Sviðsstjóra skipulagssviðs falið að ræða við umsækjenda um framhald málsins.

Skipulagsráð - 321. fundur - 28.08.2019

Lagðar fram nýjar tillögur Haraldar S. Árnasonar, f.h. BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, að fjölgun bílastæða við hús Geirþrúðarhaga 4A og 4B. Er nú gert ráð fyrir að bílastæði stækki um 2 m til austurs og 4,3 m til vesturs. Fjölgar stæðum úr 14 í 17.
Skipulagsráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við fyrirspurn. Að mati ráðsins er slík breyting óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og þar sem breytingin hefur eingöngu áhrif á umsækjanda og Akureyrarbæ er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar endanlegur breytingaruppdráttur berst frá umsækjanda.