Sunnutröð - breyting götuheita

Málsnúmer 2018100048

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 302. fundur - 10.10.2018

Erindi dagsett 27. september 2018 þar sem Baldur Helgi Benjamínsson leggur til að nafni Sunnutraðar á Akureyri verði breytt þar sem gatan Sunnutröð er einnig á Hrafnagili en sú gata er eldri og með 36 íbúum með lögheimili á meðan enginn er með lögheimili á Sunnutröð á Akureyri.
Skipulagsráð tekur undir að það er óheppilegt að vera með sama götuheiti á Hrafnagili og á Akureyri m.a. vegna hættu á að viðbragðsaðilar fari á rangan stað í útkalli. Felur ráðið skipulagssviði að kynna málið fyrir eiganda Sunnutraðar hér á Akureyri. Afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð - 318. fundur - 26.06.2019

Lagt fram að nýju erindi Baldurs Helga Benjamínssonar dagsett 27. september 2018, þar sem lagt er til að nafni Sunnutraðar á Akureyri verði breytt þar sem gata með sama nafni er til á Hrafnagili. Hefur þetta orðið til þess að ferðamenn og viðbragðsaðilar hafa farið á rangan stað.

Málið hefur verið kynnt fyrir eiganda Sæluhúsa, sem er eini eigandi eigna við Sunnutröð, sem gerir ekki athugasemd við að heiti götunnar verði breytt.
Skipulagsráð samþykkir að breyta nafni á götunni Sunnutröð á Akureyri og felur skipulagssviði að óska eftir tillögum frá nafnanefnd.

Skipulagsráð - 320. fundur - 14.08.2019

Lagður fram tölvupóstur Hólmkels Hreinssonar dagsettur 16. júlí 2019, fyrir hönd nafnanefndar, þar sem fram koma tillögur nefndarinnar um nýtt nafn á götu sem nú ber heitið Sunnutröð. Eru lögð fram þrjú nöfn; Búðargil, Búðartröð og Höfðatröð.
Skipulagsráð samþykkir að breyta heiti götunnar í Búðartröð og felur lóðarskrárritara að ganga frá breytingu á götuheitinu.