Grímseyjargata 2 og Gránufélagsgata 51 - deiliskipulagsbreytingar

Málsnúmer 2019040298

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 314. fundur - 24.04.2019

Erindi dagsett 17. apríl 2019 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Búvís ehf., kt. 590106-1270, og VN Fasteigna ehf., kt. 611107-0480, óskar eftir deiliskipulagsbreytingum fyrir lóðirnar Grímseyjargötu 2 og Gránufélagsgötu 51.

Óskað er eftir eftirtöldum breytingum fyrir lóð Grímseyjargötu 2:

1) Byggingareitur verði rýmkaður á lóðinni samkv. meðf. lóðarteikningu.

2) Hæð á langhlið hússins verði hækkuð í 7,0 m í stað 6,0 m - þakhalli verði óbreyttur.

3) Umferðarsvæði að austan verði 6,0 m að breidd í stað 12,0 m.

4) Nýtingarhlutfall lóðarinnar verði 0,4 í stað 0,3.

5) Fjöldi almennra bílastæða verði 1 á hverja 100 m² í húsinu eða alls 12 bílastæði - stærri bílar verði með aðstöðu á athafnasvæði lóðarinnar.

6) Leyft verði að keyra beint inn á almenn bílastæði frá Grímseyjargötu.

7) Sameiginleg inn/útkeyrsla verði frá/út á Laufásgötu.

Óskað er eftir eftirtöldum breytingum fyrir lóð Gránufélagsgötu 51:

1) Byggingareitur verði rýmkaður á lóðinni samkv. meðf. lóðarteikningu.

2) Hæð á langhlið hússins verði hækkuð í 7,0 m í stað 6,0 m - þakhalli verði óbreyttur.

3) Umferðarsvæði að austan verði 6,0 m að breidd í stað 12,0 m.

4) Fjöldi almennra bílastæða verði 1 á hverja 100 m² í húsinu eða alls 9 bílastæði - stærri bílar verði með aðstöðu á athafnasvæði lóðarinnar.

5) Leyft verði að keyra beint inn á almenn bílastæði frá Gránufélagsgötu.

6) Sameiginleg inn/útkeyrsla verði frá/út á Laufásgötu.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til umsögn Hafnasamlags Norðurlands liggur fyrir.

Skipulagsráð - 315. fundur - 15.05.2019

Lagt fram að nýju erindi dagsett 17. apríl 2019 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Búvís ehf., kt. 590106-1270, og VN Fasteigna ehf., kt. 611107-0480, óskar eftir breytingum á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Grímseyjargötu 2 og Gránufélagsgötu 51. Var málinu frestað á fundi skipulagsráðs 24. apríl sl.

Lögð er fram umsögn Hafnasamlags Norðurlands dagsett 8. maí 2019.
Skipulagsráð heimilar umsækjendum að láta vinna að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi erindi sem felur í sér breytingar á afmörkun byggingarreita, hæð húsa, nýtingarhlutfall, fjölda bílastæða, afmörkun umferðarsvæðis að austan og nýrri inn/útkeyrslu. Ekki er heimiluð breyting sem felur í sér að heimilt verði að keyra beint inn á almenn bílastæði frá Gránufélagsgötu og Grímseyjargötu.

Skipulagsráð - 317. fundur - 12.06.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan Glerár sem nær til lóðanna Grímseyjargötu 2 og Gránufélagsgötu 51 til samræmis við afgreiðslu skipulagsráðs á fundi 15. maí sl.

Skipulagsráð samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi tillögu. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er skipulagssviði falið að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga. Áður en tillagan verður kynnt þarf að gera lagfæringar á texta um bílastæði.

Skipulagsráð - 320. fundur - 14.08.2019

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan Glerár, sem nær til lóðanna Grímseyjargata 2 og Gránufélagsgata 51. Var tillagan grenndarkynnt með bréfi dagsettu 20. júní 2019 með athugasemdafresti til 19. júlí 2019. Barst ein athugasemd auk umsagnar frá Norðurorku. Áður hafði borist umsögn frá Hafnarsamlagi Norðurlands.
Afgreiðslu frestað þar til viðbrögð umsækjenda við fyrirliggjandi athugasemdum liggja fyrir.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 321. fundur - 28.08.2019

Lögð fram að nýju að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan Glerár, sem nær til lóðanna Grímseyjargötu 2 og Gránufélagsgötu 51. Var tillagan grenndarkynnt með bréfi dagsettu 20. júní 2019 með athugasemdafresti til 19. júlí 2019.

Barst ein athugasemd auk umsagnar frá Norðurorku. Áður hafði borist umsögn frá Hafnasamlagi Norðurlands. Var afgreiðslu málsins frestað á fundi skipulagsráðs 14. ágúst sl. þar til fyrir lægju viðbrögð umsækjenda við fyrirliggjandi athugasemdum. Er nú lagt fram bréf Haraldar S. Árnasonar dagsett 23. ágúst 2019 f.h. umsækjenda.
Svör skipulagsráðs við athugasemd og umsögnum koma fram í meðfylgjandi fylgiskjali.

Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um jákvæða umsögn frá Norðurorku og felur skipulagssviði að sjá um gildistöku hennar.