Íbúa- og atvinnuþróun - rannsóknarverkefni

Málsnúmer 2018030138

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 287. fundur - 14.03.2018

Tekin fyrir tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að unnin verði rannsókn á mannfjöldaþróun eftir aldursþrepum og tengslum hennar við atvinnuþróun bæjarins. Lögð fram rannsóknaráætlun sviðsstjóra. Markmiðið er að fá áreiðanlegri mannfjöldaspá, hvernig aldursskipt íbúaþróun tengist eftirspurn eftir húsnæði og hvert/hvernig atvinnuþróun í bænum tengist því. Hæg mannfjöldaþróun hefur undanfarin ár verið í aldursflokkum 0 - 50 ára, en mun hraðari þróun í eldri aldurshópum. Þetta hefur áhrif á eftirspurn eftir húsnæði, og einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á fólksflutninga til Akureyrar er samsetning vinnumarkaðarins. Markmið rannsóknarinnar er að finna samspil þessara þátta og hvernig bæjaryfirvöld geta brugðist við því.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra að hefja undirbúning verksins. Leitað verði eftir aðkomu aðila svo sem Sambands íslenkra sveitarfélaga, Samtaka iðnaðarins, Byggðastofnunar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Háskólans á Akureyri o.fl. varðandi fjármögnun og aðstoð við gagnaöflun.

Skipulagsráð - 290. fundur - 02.05.2018

Tekin fyrir tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs um að unnin verði rannsókn á mannfjöldaþróun eftir aldursþrepum og tengslum hennar við atvinnuþróun í bænum.

Markmiðið er að fá áreiðanlegri mannfjöldaspá, hvernig aldursskipt íbúaþróun tengist eftirspurn eftir húsnæði og hvort/hvernig atvinnuþróun á Akureyri tengist því.

Hæg mannfjöldaþróun hefur undanfarin ár verið í aldursflokkum 0 - 50 ára, en mun hraðari þróun í eldri aldurshópum. Þetta hefur áhrif á eftirspurn eftir húsnæði og einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á fólksflutninga til Akureyrar er samsetning vinnumarkaðarins. Markmið rannsóknarinnar er að finna samspil þessara þátta og hvernig bæjaryfirvöld geta brugðist við því.

Lögð er fram endurskoðuð rannsóknaráætlun sviðsstjóra ásamt minnisblöðum um viðtöl við aðila á sviði atvinnulífs, nýsköpunar og háskóla.
Skipulagsráð samþykkir framlagða rannsóknaráætlun og felur skipulagssviði að vinna áfram að rannsókninni á grundvelli hennar.

Skipulagsráð - 293. fundur - 20.06.2018

Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu rannsóknarverkefnis á mannfjöldaþróun eftir aldursþrepum og tengslum hennar við atvinnuþróun í bænum.
Skipulagsráð þakkar Bjarka fyrir kynninguna og felur sviðsstjóra að gera við hann samning um framhald verkefnisins.

Skipulagsráð - 315. fundur - 15.05.2019

Bjarki Jóhannesson arkitekt kynnti niðurstöður rannsóknar um fjórðu iðnbyltinguna og áhrif hennar á atvinnulíf og búsetu á Akureyri.
Skipulagsráð þakkar Bjarka Jóhannessyni fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 320. fundur - 14.08.2019

Á fundi skipulagsráðs þann 15. maí 2019 kynnti Bjarki Jóhannesson arkitekt niðurstöður rannsóknar um fjórðu iðnbyltinguna og áhrif hennar á atvinnulíf og búsetu á Akureyri. Er nú lögð fram endanleg skýrsla um rannsóknina.
Skipulagsráð þakkar Bjarka Jóhannessyni fyrir vinnslu skýrslunnar og leggur til að hún verði kynnt almenningi.