Skipulagsráð

305. fundur 28. nóvember 2018 kl. 08:00 - 11:10 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson sviðsstjóri skipulagssviðs
Dagskrá
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson áheyrnarfulltrúi M-lista mætti í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar.

1.Gatnagerðargjöld - endurskoðun

Málsnúmer 2017120021Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda. Breytingin er tvíþætt og varðar annars vegar ákvæði greinar 4.3 um hlutfall af fermetraverði í vísitöluhúsi fjölbýlis og hins vegar ákvæði greinar 5.3 um afslátt vegna jarðvegsdýptar.
Skipulagsráð bendir á að gatnagerðargjöld hafa ekki verið að standa straum af kostnaði við gatnagerð á síðustu misserum og erfitt hefur verið að koma út lóðum með mikið jarðvegsdýpi.

Skipulagsráð leggur því til við bæjarstjórn að gjaldskrá gatnagerðargjalda verði samþykkt með eftirfarandi breytingum: Í grein 4.3 hækkar hlutfall fjölbýlishúsa af fermetraverði í vísitöluhúsi fjölbýlis úr 4,0% í 5,0%. Grein 5.3 breytist á þann veg að veittur verði 2ja% afsláttur fyrir hverja 10 cm neðan við 3,5 m dýpi undir gólfplötu íbúðarhúsa.

2.Gjaldskrá Akureyrarkaupstaðar vegna afgreiðslu- og þjónustugjalda - endurskoðun 2016 - 2018

Málsnúmer 2016110141Vakta málsnúmer

Lögð fram gjaldskrá Akureyrarkaupstaðar fyrir gjöld skv. lögum um mannvirki og skipulagslögum og önnur afgreiðslu- og þjónustugjöld. Er gjaldskráin lögð fram án breytinga en gjöld breytast í samræmi við byggingarvísitölu 1. janúar á hverju ári.
Skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að miðað verði við óbreytta gjaldskrá en felur sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja vinnu við endurskoðun á gjaldskránni vegna breytinga á mannvirkjalögum.

3.Breyting á bæjarmálasamþykkt - viðauki

Málsnúmer 2018090120Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar endurskoðuð samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 20. nóvember sl. Gerð hefur verið sú breyting að settir hafa verið inn viðaukar er varða fullnaðarafgreiðslur ráða, stjórna og nefnda og sviðsstjóra í stjórnsýslu Akureyrarbæjar. Í viðauka 1.5 eru tilgreindar heimildir skipulagsráðs til fullnaðarafgreiðslu mála og í viðauka 2.4 fullnaðarafgreiðslur sviðsstjóra skipulagssviðs.

4.Gisting á íbúðarsvæðum - rammaskipulag

Málsnúmer 2018020130Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 22. nóvember 2018 um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að setja upp tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 í samræmi við umræður á fundinum.

5.Yfirlit yfir lóðir - nóvember 2018

Málsnúmer 2018110236Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs um byggingarlóðir innan Akureyrar, bæði lóðir sem eru tilbúnar til uppbyggingar á næstu mánuðum og lóðir sem fyrirhugað er að skipuleggja á næstu mánuðum og misserum.

6.Hólasandslína 3 - beiðni um umsögn um umhverfismat

Málsnúmer 2017080126Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju bréf Skipulagsstofnunar dagsett 5. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Hólasandslínu 3. Meðfylgjandi er frummatsskýrslan ásamt teikningum og viðaukum. Er óskað eftir að umsögn berist Skipulagsstofnun fyrir 30. nóvember n.k.
Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að óska eftir viðbótarfresti til Skipulagsstofnunar og gera tillögu að umsögn í samráði við Tryggva Má Ingvarsson B-lista, formann ráðsins, og Arnfríði Kjartansdóttur V-lista.

7.Njarðarnes 12 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018080077Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Njarðarness 12 sem felst í að lóðin stækkar um 208 fm, nýtingarhlutfall eykst úr 0,50 í 0,55 og gert er ráð fyrir einhalla þaki og að vegghæð verði mest 12,5 m í stað 9,0 m. Hámarks mænishæð var 12,5 m. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 18. október 2018 með fresti til að gera athugasemdir til 15. nóvember. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

8.Geirþrúðarhagi 6 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018070250Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Geirþrúðarhaga 6 sem felst í að nýtingarhlutfall fer úr 0,420 í 0,560 auk þess sem húsin verða tvö á lóðinni. Tillagan var kynnt með bréfi dagsettu 19. október 2018 með fresti til 16. nóvember til að gera athugasemdir. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

9.Miðhúsavegur 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018070085Vakta málsnúmer

Lagt fram að lokinni grenndarkynningu erindi Jóns Björnssonar dagsett 29. júní 2018 fyrir hönd Verkvals ehf., kt. 530887-1709, þar sem sótt er um leyfi til að setja upp olíugeymi og dælubúnað til hreinsunar olíumengaðs vatns auk safntanks og gáms til afvötnunar fitu úr fituskiljum á lóðinni nr. 4 við Miðhúsaveg. Erindið var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 20. ágúst með fresti til að gera athugasemdir til 18. september 2018. Ein athugasemd barst dagsett 20. september 2018 frá Hjalta Gestssyni f.h HGT ehf.
Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að afla frekari upplýsinga um málið.

10.Eyjafjarðarbraut, flugvöllur- breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018070371Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar sem felst í að girðing við suðurenda flugbrautar er framlengd til austur út að Eyjafjarðará sem felur í sér að lega reiðleiðar/gönguleiðar er sveigð til austurs yfir Eyjarfjarðará til samræmis við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.

Tillagan var auglýst frá 15. ágúst til 26. september 2018. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Norðurorku, Óshólmanefnd, sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar, Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun. Lögð er fram tillaga að umsögn um efnisatriði umsagna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að svör við umsögnum og deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að skipulagssviði verði falið að annast gildistöku hennar.

11.Rangárvellir 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2018010252Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga Verkís að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Rangárvöllum sem nær til lóða 3, 4 og 6. Í breytingunni felst að á lóð 3 er afmarkaður byggingarreitur til að hægt verði að stækka núverandi hús til norðurs. Lóð 4 stækkar til norðurs og það sama á við um byggingarreit lóðarinnar. Á lóð 6 fellur byggingarreitur niður. Þá eru settir ítarlegri og skýrari skilmálar um starfsemi á lóðunum auk þess sem gert er ráð fyrir færslu lagna og gerð skjólbelta.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

12.Göngu- og hjólastígur milli Lónsbakkahverfis og Akureyrar

Málsnúmer 2018110144Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. nóvember 2018 þar sem Snorri Finnlaugsson fyrir hönd Hörgársveitar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu bráðabirgða hjóla- og göngustígs milli Lónsbakkahverfis og Akureyrar. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Í aðalskipulagi Akureyrar og deiliskipulagi athafnalóða við Grænhól er gert ráð fyrir vegtengingu á þessu svæði. Í ljósi þessa er lagt til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi fyrir hjóla- og göngustíg í samræmi við fyrirliggjandi erindi verði samþykkt, með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar ef framkvæmdin fer inn fyrir veghelgunarsvæði þjóðvegarins.

13.Gilsbakkavegur 15 - fyrirspurn um viðbyggingu og stækkun lóðar

Málsnúmer 2018110149Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. nóvember 2018 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Frímúrarhússins á Akureyri, kt. 560169-6129, leggur inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu, lóðarstækkun og breytingar á húsi nr. 15 við Gilsbakkaveg. Felur viðbygginging í sér að gera þarf breytingu á deiliskipulagi. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Birgi Ágústsson.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggur umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs varðandi áhrif viðbyggingar á Gilsbakkaveg og bílastæði sem við hann eru.

14.Tryggvabraut 24 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2018090103Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu umsókn Ingólfs Freys Guðmundssonar dagsett 7. september 2018, f.h. Efniviðs ehf., kt. 680704-2950, þar sem sótt er um breytta notkun 2. og 3. hæðar húss nr. 24 við Tryggvabraut úr verslun og þjónustu í orlofsíbúðir. Tillagan var kynnt með bréfi dagsettu 22. október 2018 og gefinn frestur til 19. nóvember 2018 til að koma með athugasemdir. Ein athugasemd barst, frá Endurvinnslunni dagsett 26. október 2018.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að heimilt verði að breyta 2. og 3. hæð Tryggvabrautar 24 í orlofsíbúðir. Ábendingu sem fram kom í innkominni athugasemd verður komið til umsækjanda.

15.Kristjánshagi 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018110212Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. nóvember 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 3 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um að leiðrétt gögn berist. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

16.Oddagata 11 - fyrirspurn um skiptingu lóðar

Málsnúmer 2018110148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. nóvember 2018 þar sem Ágúst Leifsson leggur inn fyrirspurn varðandi skiptingu lóðar nr. 11 við Oddagötu og byggja timburhús á vesturhluta. Meðfylgjandi er mynd og eignaskiptasamningur.
Skipulagsráð telur að í ljósi þess að núverandi lóð er eingöngu 550 m² að stærð að þá séu ekki forsendur til þess að skipta henni í tvo hluta og byggja nýtt hús á útskiptri lóð vestan núverandi húss.

17.Íþróttafélagið Þór - umferðaröryggi iðkenda

Málsnúmer 2018110232Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. nóvember 2018 frá Reimari Helgasyni og Inga Björnssyni f.h. Íþróttafélagsins Þórs þar sem hvatt er til aðgerða til að bæta umferðaröryggi barna sem sækja íþróttir og tómstundir á milli hverfa.
Skipulagsráð þakkar fyrir greinargóðar ábendingar og óskar eftir umsögn skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

18.Hafnarstræti 97 - bílastæðamál

Málsnúmer 2018110136Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Friðriks Smárasonar dagsett 8. nóvember 2018, f.h. húsfélagsins að Hafnarstræti 97, vegna bílastæðamála í miðbæ Akureyrar og þá sérstaklega þeim er snúa að fasteign húsfélagsins. Er óskað eftir viðræðum um úrlausn á vandanum og hvernig megi bregðast við með skjótum hætti.
Skipulagsráð þakkar fyrir ábendingar og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að svara fyrirspyrjanda.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 698. fundar, dagsett 8. nóvember 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar:

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 699. fundar, dagsett 14. nóvember 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar:

21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 700. fundar, dagsett 22. nóvember 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar:

Fundi slitið - kl. 11:10.