Breyting á bæjarmálasamþykkt - viðauki

Málsnúmer 2018090120

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3615. fundur - 01.11.2018

Lögð fram drög að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar samþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3443. fundur - 06.11.2018

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. nóvember 2018:

Lögð fram drög að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar samþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir tók til máls og kynnti breytingatillögurnar.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn), Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir og Halla Björk Reynisdóttir (í annað sinn).
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3444. fundur - 20.11.2018

Seinni umræða um breytingar á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar. Fyrri umræða fór fram á fundi bæjarstjórnar 6. nóvember sl.

Halla Björk Reynisdóttir tók til máls og fór yfir helstu breytingar sem lagt er til að gerðar verði á samþykktinni.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar ásamt viðauka með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 305. fundur - 28.11.2018

Lögð fram til kynningar endurskoðuð samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 20. nóvember sl. Gerð hefur verið sú breyting að settir hafa verið inn viðaukar er varða fullnaðarafgreiðslur ráða, stjórna og nefnda og sviðsstjóra í stjórnsýslu Akureyrarbæjar. Í viðauka 1.5 eru tilgreindar heimildir skipulagsráðs til fullnaðarafgreiðslu mála og í viðauka 2.4 fullnaðarafgreiðslur sviðsstjóra skipulagssviðs.

Bæjarráð - 3622. fundur - 20.12.2018

Lögð fram breytt Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar, með tillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að lítils háttar breytingum sem ekki þarf staðfestingu bæjarstjórnar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingatillögur og felur bæjarlögmanni að ganga frá málinu.