Gatnagerðargjöld - afslættir

Málsnúmer 2017120021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3579. fundur - 07.12.2017

Rætt um reglur um afslátt vegna jarðvegsdýptar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar endurskoðun á afsætti vegna jarðvegsdýptar til skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 280. fundur - 10.01.2018

Bæjarráð, á fundi 7. desember 2017, vísaði endurskoðun á afslætti af gatnagerðargjöldum vegna jarðvegsdýptar til skipulagsráðs.
Skipulagsráð felur formanni nefndarinnar og sviðsstjóra skipulagssviðs að leggja fram tillögur um breytingar á gjaldskránni í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsráð - 304. fundur - 14.11.2018

Bæjarráð, á fundi 7. desember 2017, vísaði endurskoðun á afslætti af gatnagerðargjöldum vegna jarðvegsdýptar til skipulagsráðs. Skipulagsráð fól formanni ráðsins og sviðsstjóra skipulagssviðs að leggja fram tillögur um breytingar á gjaldskránni í samræmi við umræður á fundinum. Er hér lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 9. nóvember 2018 þar sem fram kemur tillaga að breytingu á ákvæði um afslátt vegna jarðvegsdýptar auk umfjöllunar um gatnagerðargjöld í samanburði við raunkostnað í Hagahverfi og í samanburði við önnur sveitarfélög.
Afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð - 305. fundur - 28.11.2018

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda. Breytingin er tvíþætt og varðar annars vegar ákvæði greinar 4.3 um hlutfall af fermetraverði í vísitöluhúsi fjölbýlis og hins vegar ákvæði greinar 5.3 um afslátt vegna jarðvegsdýptar.
Skipulagsráð bendir á að gatnagerðargjöld hafa ekki verið að standa straum af kostnaði við gatnagerð á síðustu misserum og erfitt hefur verið að koma út lóðum með mikið jarðvegsdýpi.

Skipulagsráð leggur því til við bæjarstjórn að gjaldskrá gatnagerðargjalda verði samþykkt með eftirfarandi breytingum: Í grein 4.3 hækkar hlutfall fjölbýlishúsa af fermetraverði í vísitöluhúsi fjölbýlis úr 4,0% í 5,0%. Grein 5.3 breytist á þann veg að veittur verði 2ja% afsláttur fyrir hverja 10 cm neðan við 3,5 m dýpi undir gólfplötu íbúðarhúsa.

Skipulagsráð - 330. fundur - 29.01.2020

Lagt fram til umræðu minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 26. janúar 2020 um gjaldskrá gatnagerðargjalda.

Skipulagsráð - 331. fundur - 12.02.2020

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 6. febrúar 2020 um breytingu á gr. 5.1. í gjaldskrá gatnagerðargjalda. Í breytingunni felst að bætt er við lið f., um að ekkert gatnagerðargjald greiðist vegna léttra, óeinangraðra skýla í lokunarflokki B.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að gr. 5.1. í gjaldskrá gatnagerðargjalda verði breytt til samræmis við meðfylgjandi minnisblað.

Bæjarstjórn - 3468. fundur - 18.02.2020

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. febrúar 2020:

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 6. febrúar 2020 um breytingu á gr. 5.1. í gjaldskrá gatnagerðargjalda. Í breytingunni felst að bætt er við lið f., um að ekkert gatnagerðargjald greiðist vegna léttra, óeinangraðra skýla í lokunarflokki B.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að gr. 5.1. í gjaldskrá gatnagerðargjalda verði breytt til samræmis við meðfylgjandi minnisblað.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti gjaldskrárbreytingarnar.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á gr. 5.1. í gjaldskrá gatnagerðagjalda með ellefu samhljóða atkvæðum.