Hólasandslína 3 - beiðni um umhverfismat

Málsnúmer 2017080126

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 273. fundur - 13.09.2017

Erindi dagsett 26. ágúst 2017 frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar 'Hólasandslína 3 (220 kv)frá Akureyri til Hólasands'. Umsögn óskast send fyrir 14. september 2017, bæði skriflega og á tölvupóstföngin: jakob@skipulag.is og sigurdur@skipulag.is.
Skipulagsráð gerir athugasemdir við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar sem sjá má í meðfylgjandi fylgiskjali "Umsögn um matsáætlun Hólasandslínu.pdf".

Skipulagsráð - 304. fundur - 14.11.2018

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 5. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Hólasandslínu 3. Meðfylgjandi er frummatsskýrslan ásamt teikningum og viðaukum. Er óskað eftir að umsögn berist Skipulagsstofnun fyrir 30. nóvember n.k.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 305. fundur - 28.11.2018

Lagt fram að nýju bréf Skipulagsstofnunar dagsett 5. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Hólasandslínu 3. Meðfylgjandi er frummatsskýrslan ásamt teikningum og viðaukum. Er óskað eftir að umsögn berist Skipulagsstofnun fyrir 30. nóvember n.k.
Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að óska eftir viðbótarfresti til Skipulagsstofnunar og gera tillögu að umsögn í samráði við Tryggva Má Ingvarsson B-lista, formann ráðsins, og Arnfríði Kjartansdóttur V-lista.

Skipulagsráð - 306. fundur - 12.12.2018

Lagt fram að nýju bréf Skipulagsstofnunar dagsett 5. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Hólasandslínu 3.

Lögð fram tillaga að umsögn.

Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn um frummatsskýrslu þar sem ítrekað er að aðalvalkostur norðan Kjarnaskógar verði fyrir valinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að senda hana til Skipulagsstofnunar.