Göngu- og hjólastígur milli Lónsbakkahverfis og Akureyrar

Málsnúmer 2018110144

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 305. fundur - 28.11.2018

Erindi dagsett 13. nóvember 2018 þar sem Snorri Finnlaugsson fyrir hönd Hörgársveitar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu bráðabirgða hjóla- og göngustígs milli Lónsbakkahverfis og Akureyrar. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Í aðalskipulagi Akureyrar og deiliskipulagi athafnalóða við Grænhól er gert ráð fyrir vegtengingu á þessu svæði. Í ljósi þessa er lagt til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi fyrir hjóla- og göngustíg í samræmi við fyrirliggjandi erindi verði samþykkt, með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar ef framkvæmdin fer inn fyrir veghelgunarsvæði þjóðvegarins.

Skipulagsráð - 309. fundur - 13.02.2019

Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2018 var tekið fyrir erindi Hörgársveitar um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hjóla- og göngustígs milli Lónsbakkahverfis og Akureyrar. Gerði skipulagsráð ekki athugasemd við útgáfu leyfisins með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar. Liggur nú fyrir umsögn dagsett 25. janúar 2019 þar sem ekki er mælt með að leggja stíginn á þessum stað.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vera í samráði við fulltrúa Hörgársveitar um framhald málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 54. fundur - 12.04.2019

Lögð fram gögn varðandi göngu- og hjólastíg milli Lónsbakkahverfis og Akureyrar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 55. fundur - 08.05.2019

Tekin fyrir beiðni frá Hörgársveit um þátttöku Akureyrarbæjar í lagningu göngu- og hjólastígs að bæjarmörkum til norðurs á móts við Hörgársveit að upphæð kr. 3 milljónir, samhliða lagningu hitaveitulagna Norðurorku.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir erindið og rúmast það innan fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.