Íþróttafélagið Þór - umferðaröryggi iðkenda

Málsnúmer 2018110232

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 305. fundur - 28.11.2018

Erindi dagsett 21. nóvember 2018 frá Reimari Helgasyni og Inga Björnssyni f.h. Íþróttafélagsins Þórs þar sem hvatt er til aðgerða til að bæta umferðaröryggi barna sem sækja íþróttir og tómstundir á milli hverfa.
Skipulagsráð þakkar fyrir greinargóðar ábendingar og óskar eftir umsögn skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Skipulagsráð - 324. fundur - 09.10.2019

Lögð fram til kynningar tillaga umhverfis- og mannvirkjasviðs að aðgerðum til að minnka umferðarhraða á Skarðshlíð, rétt við gatnamót götunnar við Sunnuhlíð. Er gert ráð fyrir að setja tímabundið til reynslu upp tvennar þrengingar, sitt hvoru megin við gatnamótin.
Skipulagsráð samþykkir fyrirhugaða aðgerð en telur einnig að nauðsynlegt sé að yfir götuna verði merkt, máluð og upplýst gangbraut.