Gilsbakkavegur 15 - fyrirspurn um viðbyggingu og stækkun lóðar

Málsnúmer 2018110149

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 305. fundur - 28.11.2018

Erindi dagsett 9. nóvember 2018 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Frímúrarhússins á Akureyri, kt. 560169-6129, leggur inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu, lóðarstækkun og breytingar á húsi nr. 15 við Gilsbakkaveg. Felur viðbygginging í sér að gera þarf breytingu á deiliskipulagi. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Birgi Ágústsson.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggur umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs varðandi áhrif viðbyggingar á Gilsbakkaveg og bílastæði sem við hann eru.

Skipulagsráð - 327. fundur - 27.11.2019

Lagt fram erindi dagsett 5. apríl 2019 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Frímúrarahússins á Akureyri, kt. 560169-6129, leggur inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu, lóðarstækkun og breytingar á húsi nr. 15 við Gilsbakkaveg. Fyrir liggur umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 13. nóvember 2019 um fyrirspurnina.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir kostnaðaráætlun frá umsækjanda vegna færslu vegar og bílastæða og áætlun um framkvæmdartíma.

Skipulagsráð - 336. fundur - 13.05.2020

Lagt fram bréf Sigurðar J. Sigurðssonar dagsett 24. mars 2020, f.h. Frímúrarahússins á Akureyri, varðandi ósk um viðbyggingu við Gilsbakkaveg 13 sem felur í sér breytingu á legu götunnar suðaustan við húsið. Meðfylgjandi eru gögn um fyrirhugaðan kostnað við framkvæmdirnar.
Skipulagsráð samþykkir með 4 atkvæðum gegn 1 atkvæði Arnfríðar Kjartansdóttur V-lista að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 337. fundur - 27.05.2020

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til lóðarinnar Gilsbakkavegur 15 og svæðis sunnan við hana. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir stækkun núverandi húss til suðausturs sem felur í sér að lóðin stækkar um 39 m² auk þess sem færa þarf Gilsbakkaveg og bílastæði sem við hann liggja lítillega. Er gert ráð fyrir að húsið stækki um allt að 100 m² að grunnfleti og viðbyggingin geti verið á tveimur hæðum og risi.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiddi atkvæði á móti tillögunni.