Gilsbakkavegur 15 - fyrirspurn um viðbyggingu og stækkun lóðar

Málsnúmer 2018110149

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 305. fundur - 28.11.2018

Erindi dagsett 9. nóvember 2018 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Frímúrarhússins á Akureyri, kt. 560169-6129, leggur inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu, lóðarstækkun og breytingar á húsi nr. 15 við Gilsbakkaveg. Felur viðbygginging í sér að gera þarf breytingu á deiliskipulagi. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Birgi Ágústsson.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggur umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs varðandi áhrif viðbyggingar á Gilsbakkaveg og bílastæði sem við hann eru.

Skipulagsráð - 327. fundur - 27.11.2019

Lagt fram erindi dagsett 5. apríl 2019 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Frímúrarahússins á Akureyri, kt. 560169-6129, leggur inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu, lóðarstækkun og breytingar á húsi nr. 15 við Gilsbakkaveg. Fyrir liggur umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 13. nóvember 2019 um fyrirspurnina.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir kostnaðaráætlun frá umsækjanda vegna færslu vegar og bílastæða og áætlun um framkvæmdartíma.

Skipulagsráð - 336. fundur - 13.05.2020

Lagt fram bréf Sigurðar J. Sigurðssonar dagsett 24. mars 2020, f.h. Frímúrarahússins á Akureyri, varðandi ósk um viðbyggingu við Gilsbakkaveg 13 sem felur í sér breytingu á legu götunnar suðaustan við húsið. Meðfylgjandi eru gögn um fyrirhugaðan kostnað við framkvæmdirnar.
Skipulagsráð samþykkir með 4 atkvæðum gegn 1 atkvæði Arnfríðar Kjartansdóttur V-lista að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 337. fundur - 27.05.2020

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til lóðarinnar Gilsbakkavegur 15 og svæðis sunnan við hana. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir stækkun núverandi húss til suðausturs sem felur í sér að lóðin stækkar um 39 m² auk þess sem færa þarf Gilsbakkaveg og bílastæði sem við hann liggja lítillega. Er gert ráð fyrir að húsið stækki um allt að 100 m² að grunnfleti og viðbyggingin geti verið á tveimur hæðum og risi.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiddi atkvæði á móti tillögunni.

Bæjarstjórn - 3476. fundur - 02.06.2020

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. maí 2020:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til lóðarinnar Gilsbakkavegur 15 og svæðis sunnan við hana. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir stækkun núverandi húss til suðausturs sem felur í sér að lóðin stækkar um 39 m² auk þess sem færa þarf Gilsbakkaveg og bílastæði sem við hann liggja lítillega. Er gert ráð fyrir að húsið stækki um allt að 100 m² að grunnfleti og viðbyggingin geti verið á tveimur hæðum og risi.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiddi atkvæði á móti tillögunni.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs og tillögu að bókun bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til lóðarinnar Gilsbakkavegur 15 og svæðis sunnan við hana verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir stækkun núverandi húss til suðausturs sem felur í sér að lóðin stækkar um 39 m² auk þess sem færa þarf Gilsbakkaveg og bílastæði sem við hann liggja lítillega. Er gert ráð fyrir að húsið stækki um allt að 100 m² að grunnfleti og viðbyggingin geti verið á tveimur hæðum og risi.

Bæjarstjórn leggur áherslu á að kostnaðargreining á verkinu liggi fyrir, sem og kostnaðarskipting milli þeirra aðila er málið varðar, áður en málið kemur aftur fyrir bæjarstjórn.

Skipulagsráð - 341. fundur - 12.08.2020

Lögð fram að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til lóðarinnar Gilsbakkavegur 15 og svæðis sunnan við hana. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir stækkun núverandi húss til suðausturs sem felur í sér að lóðin stækkar um 39 m² auk þess sem færa þarf Gilsbakkaveg og bílastæði sem við hann liggja lítillega. Er gert ráð fyrir að húsið stækki um allt að 100 m² að grunnfleti og viðbyggingin geti verið á tveimur hæðum og risi. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 18. júní 2020 með athugasemdafresti til 22. júlí. Eitt athugasemdabréf barst.
Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að vinna tillögu að umsögn um innkomna athugasemd.

Skipulagsráð - 348. fundur - 25.11.2020

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til lóðarinnar Gilsbakkavegur 15 og svæðis sunnan við hana. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir stækkun núverandi húss til suðausturs sem felur í sér að lóðin stækkar um 39 m² auk þess sem færa þarf Gilsbakkaveg og bílastæði sem við hann liggja. Er gert ráð fyrir að húsið stækki um allt að 100 m² að grunnfleti og viðbyggingin geti verið á tveimur hæðum og risi. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 18. júní 2020 með athugasemdafresti til 22. júlí. Eitt athugasemdabréf barst.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsráð - 349. fundur - 09.12.2020

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til lóðarinnar Gilsbakkavegur 15 og svæðis sunnan við hana. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 25. nóvember sl. Til viðbótar við athugasemd sem barst á kynningartíma og tillögu að umsögn um efni athugasemdar er nú lagt fram nýtt erindi frá umsækjanda, dagsett 3. desember 2020, auk nýrra mynda sem sýna fyrirhugaðar breytingar. Borist hefur bréf dagsett 4. desember 2020 þar sem innkomin athugasemd er dregin til baka.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiðir atkvæði gegn tillögu að breytingu deiliskipulags og óskar bókað að umrædd stækkun á Gilsbakkavegi 15 sé of mikil og ef þörf er á lyftu ætti frekar að skoða hvort koma megi henni fyrir norðan á húsinu eða láta nægja að byggja lyftu og ekki annað í skotinu sunnan á húsinu. Byggingamagn á reitnum er nú þegar mjög mikið og ástæðulaust að auka það enn frekar, meðal annars vegna þess að slíkt gæti verið fordæmisgefandi. Auk þess ætti Akureyrarbær ekki að taka á sig kostnað við að færa til götu vegna byggingarframkvæmda einkaaðila og mikilvægt er að teppa ekki umferð að heilsugæslunni á meðan hún er enn á núverandi stað.

Bæjarstjórn - 3486. fundur - 15.12.2020

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. desember 2020:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til lóðarinnar Gilsbakkavegur 15 og svæðis sunnan við hana. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 25. nóvember sl. Til viðbótar við athugasemd sem barst á kynningartíma og tillögu að umsögn um efni athugasemdar er nú lagt fram nýtt erindi frá umsækjanda, dagsett 3. desember 2020, auk nýrra mynda sem sýna fyrirhugaðar breytingar. Borist hefur bréf dagsett 4. desember 2020 þar sem innkomin athugasemd er dregin til baka.

Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiðir atkvæði gegn tillögu að breytingu deiliskipulags og óskar bókað að umrædd stækkun á Gilsbakkavegi 15 sé of mikil og ef þörf er á lyftu ætti frekar að skoða hvort koma megi henni fyrir norðan á húsinu eða láta nægja að byggja lyftu og ekki annað í skotinu sunnan á húsinu. Byggingamagn á reitnum er nú þegar mjög mikið og ástæðulaust að auka það enn frekar, meðal annars vegna þess að slíkt gæti verið fordæmisgefandi. Auk þess ætti Akureyrarbær ekki að taka á sig kostnað við að færa til götu vegna byggingarframkvæmda einkaaðila og mikilvægt er að teppa ekki umferð að heilsugæslunni á meðan hún er enn á núverandi stað.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögur skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Hlynur Jóhannsson og Þórhallur Jónsson.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir breytingu á deiliskipulagi miðbæjar sem nær til lóðarinnar Gilsbakkavegur 15 og svæðis sunnan við hana. Jafnframt felur bæjarstjórn sviðsstjóra skipulagssviðs að sjá um gildistöku hennar.

Sóley Björk Stefánsdóttir greiðir atkvæði á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:

Ég tel að umrædd stækkun á Gilsbakkavegi 15 sé of mikil og ef þörf er á lyftu ætti frekar að skoða hvort koma megi henni fyrir norðan á húsinu eða láta nægja að byggja lyftu og ekki annað í skotinu sunnan á húsinu. Byggingamagn á reitnum er nú þegar mjög mikið og ástæðulaust að auka það enn frekar, meðal annars vegna þess að slíkt gæti verið fordæmisgefandi. Auk þess tel ég alls ekki að Akureyrarbær eigi að taka á sig svo stóran hluta kostnaðar við framkvæmdina. Að mínu mati er mikilvægt að framkvæmdirnar fari ekki af stað fyrr en heilsugæslan hefur verið flutt á nýjan stað.