Daggarlundur 18 - fyrirspurn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2017060161

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 269. fundur - 12.07.2017

Erindi dagsett 22. júní 2017 þar sem Lilja Filippusdóttir og Vagn Kristjánsson leggja inn fyrirspurn um lóðarstækkun á lóð nr. 18 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 290. fundur - 02.05.2018

Erindi dagsett 22. júní 2017 þar sem Lilja Filippusdóttir og Vagn Kristjánsson sækja um lóðarstækkun á lóð nr. 18 við Daggarlund. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 12. júlí 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan er dagsett 23. apríl 2018 og unnin af Lilju Filippusdóttur landslagsarkitekt.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 293. fundur - 20.06.2018

Lögð fram, að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem felst í stækkun á lóðinni Daggarlundur 18 úr 720 fm í 1.200 fm. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dags. 3. maí 2018 með athugasemdafresti til 31. maí. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.


Bæjarstjórn - 3437. fundur - 26.06.2018

8. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 20. júní 2018:

Lögð fram, að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem felst í stækkun á lóðinni Daggarlundur 18 úr 720 fm í 1.200 fm. Tillagan var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 3. maí 2018 með athugasemdafresti til 31. maí. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.